Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 69
-Andvari).
Þjóðmálafundir 1843—1846
29
að neinum [notum eða koma að] góðu haldi; að
-öðru leyti samsinnti [hann Grími um] menntun
íslendinga; einnig hélt hann, að [verzlunin aldrei eins
og| hún nú er gæti orðið »aktiv«, og sýndi, hversu
Jmagnlaus hún væri undir eins] og nokkuð bjátar á.
Br. Péturss. bætti því við, |að það væri| langtum
hægra að koma upp aktiv verzlun í landi [þar sem]
væri leyfð höndlun, heldur en ineðan svo stendur á
Jsem nú, ogfórum| þelta enn þá nokkurum orðum.
Prófasturinn hélt, að Englar [yrðu sú þjóð, semj
helzt verzluðu á tslandi, ef verzlunin væri gefin frjáls,
£en þeir hefðu ekki| nóg handa sjálfum sér af mat-
vöru, og mundi þar af leiða [að »kram«] og »klat-
tari« flyttist inn í landið. Grímur hélt, að Spánverj-
jar mundu] verzla á íslandi til að sækja þangað
fisk, og flyttu þa[ngað] salt, »pjastra« og annað því
líkt; einnig hélt hann, að með [verzlunarfrelsi] fengu
fleiri þjóðir þekkingu á landið og það gæti orðið [til
mikils gagns]. Prófasturinn sagði, að Grimur hefði ei
hrundið því [að fáir aðrir en Englar mundu] verzla
á íslandi. Jón S. eldri sýndi, að margar aðr[ar þjóð-
ir kæmust] vel af, og mundu geta ált allt eins vel
verzlun | við íslendingaj, og taldi hann þá bæði Svia,
Hamborgarmenn, Frakka [og fleiri.] Grímur hélt, að
Englar mundu ei verzla svo mikið [á íslandi. Síra
Pétur] hélt, að útlendar þjóðir við frjálsa verzlun
fengi [yfirráð landsins], eða þá ef þeir seldu allt
strax, þá mundu einstakir menn [kaupa vörurnar,
og] þá neyddust fátæklingarnir til að kaupa þetta
dýrum [dómum afj þessum mönnum, þegar harðn-
aði á vorin. J. S. eldri h[élt, að hér væri] engin
hætta, og sagði hann, að önnur lönd sýndu þetta
herlega [; liannj hélt, að um þetta væri úttalað, þar-