Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 23
Andvari].
Skúli Thoroddsen.
XV
ómögulegt að biðja um fararleyfi. Þetta vakti tals-
verða óánægju einkum þar í héraðinu og færðu
nokkrir af kjósendum hans honum sektarupphæðina
að gjöf nokkru síðar, með þeim ummælum, að þeir
vildu ekki, að hann yrði fyrir tjóni fyrir þá sök, að
hann sótti fundinn fyrir þeirra hönd.
Rétl fyrir jólin 1891 hafði maður fundist dauður
á veginum milli Önundarfjarðar og Súgandarfjarðar,
og með því að ýmislegt þótti grunsamlegt við dauðs-
fall þetta, hóf sýslumaður rannsókn út af því, er leiddi
lil þess, að maður nokkur var hneptur í gæzluvarð-
hald, sem grunaður um að vera að einhverju leyti
valdur að dauða þessa manns. Við þennan gæzlu-
fanga beitti sýslumaður tvisvar sinnum því þvingunar-
meðali að úrskurða honum vatn og brauð. Eftirrit
af prófum þessum var síðan sent amtmanninum í
Suður- og Vestur-amtinu svo sem vera bar, og hjá
honum fékk landshöfðinginn það svo lánað. Það er
nú ekki uppiýst, hvernig á því stóð, að landshöfðing-
inn fór að kynna sér próf þessi. í bréfi sínu til ráðu-
n>ytisins fyrir ísland, sem síðar verður vikið að, segir
liann, að amtið hali gert sér kunnugt hið meðtekna
prófseftlrrit, sumpart til þess að leiða í ljós hina
miður heppilegu meðferð málsins í heild sinni af
hálfu hlutaðeigandi rannsóknardómara, sumpart til
þess að leiða í ljós aðferð hans gagnvart fanganum.
En amtmaður segir aftur á móti í bréfi til nefndar
þeirrar, er skipuð var í neðri deild Alþingis 1895 til
þess að athuga framkomu stjórnarinnar gagnvart
Skúla, að þegar hann hafi lánað landshöfðingja prófs-
eftirritið, hafi hann ekki haft hugmynd um, í hvaða
tilgangi hann hafi fengið j)að. En hvernig sem nú í
þessu liggur, þá fann landshöfðingi, eftir að hafa