Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 94
54
Þjóðmálatundir 1843—1846
[Andvari.
amtmanus Melsteðs. Hann var útskrifaður úr Bessastaða-
skóla 1838 og tók embættispróf í guðfræði 1845. Hann varð
síðast forstöðumaður prestaskólans. Hann var í flokki með
Félagsritamönnum, en lítill atkvæðamaður. Hann ritaði
greinir í Félagsritin og nokkur rit önnur (sbr. Hannes Por-
steinsson: Guðfræðingatal, Rv. 1907—1910, bls. 242—4).
24) Sivert (eða Sigurður) Jóhann Gottfrieð Hansen (1815
—1880) var sonur Símonar Hansens kaupmanns i Reykja-
vik. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1838 og las lög-
fræði við háskólann i Ivaupmannahöfn, en tók eigi emb-
ættispróf. Hann varð skrifari í liinni íslenzku stjórnar-
deild i Kaupmannahöfn, Hann fyllti flokk Félagsrilamanna.
Engi var hann atkvæðamaður, en mun hafa verið starf-
samur og var önnur hönd Jóns Sigurðssonar í útgáfn Tíð-
inda um stjórnmálaefni íslands og skýrslna um landshagi,
og hefir ritað margt í þeim.
25) Hinn nafnkunni höggmyndasmiður Albert Thorvald-
sen var íslenzkur í föðurætt og taldi sér það jafnan tii
gildis. Sýndu íslendingar honum sóma á ýmsan veg í lif-
anda lífi lians, t. d. gaf Bókmenntaféiagið út ævisögu lians
(Kh. 1841), og heiðruðu minningu lians látinsjmeð því, sem
gerðist á þessum fundi, og fjölmennlu við jarðarför lians.
26) Skúli Thorlacius (fullu nafni Skúli Peter Christian),
(1806—1871), sonur Pórðar Thorlacius, er þá var sýslumað-
ur á Eskifirði, en síðar bæjarfógeti í Ringkjöbing á Jót-
landi (Skúlasonar rektors). Pegar Skúli var níu ára gamall,
var honum komið fyrir til lærdóms hjá Steingrími Jóns-
syni í Odda, síðar biskupi, og var af honum útskrifaður
úr heimaskóla 1. ágúst 1823 (sbr. vitnisburðarbréf í Lbs.
48, fol., bls. 379—481). Tók tvö hin fyrstu lærdómspróf við
Kaupmannahafnarháskóla, las lögfræði, en tók ekki próf.
Hann var síðast fulltrúi í skjalasafni innanríkisráðuneytis
Dana. Hann var í flokki Fjölnismanna og virðist framan
af hafa tekið talsverðan þátt í íslandsmálum. Hann vann
að orðabók þeirri, er Cleasby safnaði til og hefir þýtt
Brandkrossaþátt á dönsku (í Nordiske Oldskrifler, V. Ivh.
1848).
27) Grímur Porgrímsson Thomsen (1820—1896), sonur
Porgrims gullsmiðs Tómassonar. Ilann var útskrifaður úr
heimaskóla af Árna biskupi Heigasyni í Görðum, árið 1837