Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 83
Andvari]. Þjóðmálafundir 1843—1846 43
•eldri var forseti. Hra Jón Sigurðsson bað að velja mann
í sinn stað i nefnd þá, er semja ætti bænarskrá um
verzlunina og alþing. Um skólann var samin bænar-
skrá, hafði hún gengið manna á milli til íhugunar.
tíerra Repp studdi mikillega bænarskrána um höndl-
unarmálið. Var þá talað um, hvoru málinu skyldi
íyr lúka. Herra Konráð Gíslason las þá upp, eftir
ijón forseta, bænarskrána um skólann, síðan töluðu
«nenn um ýmsar smábreytingar. Var hún síðan sam-
pykkt í einu hljóði. [Til nefndjar þeirrar, sem kos-
ín var til að semja bænarskrá [um alþing]i, voru
kvaddir þeir herrar K. Gíslason og Repp, og [í ver]zl-
unarnefndina herra P. Jónsson; — sleit svo fundi.
fJón Sigurð]sson, Oddg. Stephensen, Þorl. G. Repp.
G. Thorarensen.
|M]iðvikudag 14. maí var almennur fundur [með
íslen]dingum, um verzlunarmálefnið. [Þeir,] er kjörn-
ir voru í nefnd á fyrra fundi, [höfðu kajllað herra
ílepp til með sér, og las herra Þorsteinn, sem var
svaramaður nefndarinnar, upp bænarskrá, [sem] þeir
höfðu samið til alþingis um þetta mál. Forseti, herra
Jón Thoroddsen, bað fundarmenn að ræða [b]ænar-
skrána, og segja, ef þeir vildu breyta nokkuru, að
i[efn]inu tij, en orðfæri skyldi fela nefndinni að ganga
frá [ei]ns og hún gæti bezt. Herra Repp las upp við-
ibætir, er hann vildi láta bæta við skrána, en fela
nefndinni það að orðfærinu. Þókti sumum það nokk-
uð beizkt orðað, en ágætlega sagt, ef það væri sagt í
þingstofunni. Stungið var upp á, að þessi viðbætir
væri fenginn nefndinni, og að hún gæti skorið úr,
hvort ætti að brúka hana. Forseti leitaði atkvæðis
um, hvort þessi viðbælir ætti að vera nefndinni til