Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 128
88
Enska þingið
| A nd vari.
Þess vegna skeður það því nær árlega, að ein-
hverjir þingmenn leggja niður þingmensku, vegna
þess, þeir þykjast ekki geta efnt kosningaloforðin.
En hitt er líka alment, að þeim tekst að ná endur-
kosningu, með því að sannfæra kjósendur um rétt-
mæti stefnubreytingarinnar.
Þá er síðasta og ef til vill merkasta atriðið í afstöðu
þingmanna til kjósenda, og það er tilhögunin á frum-
kvæði á málum á þinginu. Með henni er loku skot-
ið fyrir alla hreppapólitík og fyrir það að þingmað-
urinn geli notað stöðu sína, til þess að útvega kjör-
dæminu fjárhagslegan styrk úr ríkissjóði, til verk-
legra eða andlegra framkvæmda. Þetta merkilega at-
riði verður skýrt nánar síðar.
Hínum nýkjörnu þingmönnum er tekið með mikilli
viðhöfn er þeir taka sæti sitt, og þegar þingið er
sett, er sú athöfn afareinkennileg og hátíðleg, en því
nær óskiljanleg fyrir þá, sem ekki eru vel knnnugir
sögu Englands. Allir hinir margvíslegu fornu siðir
standa í nánu sambandi við sögu þingsins á liðnum
öldum, og baráttu þess við konungsvald, kirkju og
aðal.
Allir þessir fornu siðir ílylja þingmönnum sömu
kenninguna um tign og alveldi þingsins. Konungar
koma og hverfa, skift er um kirkju og siði, en Parla-
mentið eitt er varanlegt.
Hvar sem menn líta í kringum sig í hinum há-
reistu þingsölum þá andar á móti þeim, frá mál-
verkum á veggjum og líkneskjum á gólfi og i vegg-
skotum, sömu setningunni: »Enginn hefir svo reynt
að brjóta svo vald Parlamentisins, að það hafi ekki
molað hann«.