Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 181
Andvari.i Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 141
gjarnir til að vilja eyða einu dalsvirði af sínum
munum i slikan óþarfa. Þeir vita líka, að þeir geta
ekki gjört sig óvinsælli á íslandi með neinu fremur
en þesskonar fyrirtæki. Hvernig var Pétur metinn,
meðan hann gaf út stjórnarblaðið? —-------Nú sem
stendur eru embættismenn vorir hreint óhæfir til
þess að heita embættismenn. Þeir gjöra ekkert nema
að reyna til að standa í skilum við yfirmenn sína
með nýársskýrslur og ársreikninga; bera enga virð-
ingu fyrir þjóð sinni, hafa heldur enga ábyrgðartil-
finning andspænis henni, og eru aldir upp við þessa
heimsku frá blautu barnsbeini. Ef menn hefðu aðra
eins héra fyrir embættismenn erlendis, jafnvel meðal
Dana, þá yrðu þeir ekki lengi að marshera í háð-
blöð og níðvísur sungnar af götuslæpíngum; en hjá
oss eru menn að brjóta heilbrigða siðferðistilfinning
á bak aftur og reyna að respectera þessa fugla«.
Um fjárhagsmálið ritar Eiríkur hér, og er tilefnið,
að Jón Pétursson hafði ritað honum, að sín sann-
færing væri, að ísland »gæti borið sig sjálft án til-
lags frá Dönum. Bravó! Eg er nú þeirrar meiningar,
að þó við fengjum þetta tillag, sem við heimtum,
eða Iátum oss ef til vill Iynda við að Iokum, þá
muni oss finnast nógu þung kjör vor samt. Þess er
alt af að gæta, að ísland er annað en önnur lönd.
Hjá oss er alt í flagi, hvar sem litið er, nema laun
þessara ónýtu embættismanna, sem við höfum. Þau
nægja fyrir það, sem þeir gjöra. En ef við hugsum
til nokkurra framfara, eftir að við skiljum við Dani,
hvernig getum við þá búizt við að gjöra nokkuð til
gagns, þar sem eins er ástatt og hjá oss, íillagslaust.
Eg segi nú svo: Með háu tillagi, 70,000 t. a. m.,
verðum við að taka árlega lán eftir lán til að