Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 103
Andvari].
íslandsvinafélagið þýzka
63
Erkes kaupmaður lofuðu að gerast ritarar og Eugen
Diederichs bókaútgefandi í Jena gjaldkeri félagsins.
Var síðan send út áskorun til íslandsvina og er fjöl-
margir liöfðu lofað að gerast félagar var fyrsti fé-
lagsfundur haldinn 28. júní 1913 kl. 8 um kvöldið í
gistihúsi Höritzsch í Dresden. Viðstaddir voru 9: H.
Itenary — Erfurt, heilbrigðisráð dr. Cahnheim ogfrú —
Dresden, E. Diederichs bókaútgefandi — Jena, heil-
brigðisráð dr. Dierbach — Berlín, próf. Herrmann —
Torgau, próf. Heydenreich — Eisenach, dr. Rudolphi
— Prag og herstjórnarlæknir dr. Schullz — Dresden.
Eftir 2 stunda umræður var félagið stofnað og skyldi
það eftir uppástungu frá próf. Gebhardt — Erlangen
bera nafnið »Vereinigung der Islandfreunde«. Heið-
ursforsetar voru tilnefndir þeir Thoroddsen, Gering,
Mogk og Poestion. En í stjórn voru kosnir: formað-
ur próf. Herrmann, Torgau, 1. ritari dr. Cahnheim,
2. ritari H. Erkes, gjaldkeri E. Diederichs. Var enn
fremur ákveðið að gefa út tímarit »Mitteilungen der
Islandfreunde« og ritstjórn þess falin á hendur próf.
dr. W. Heydenreich — Eisenach og (fyrir Færeyjar)
dr. H. Rudolphi — Prag. Tímarit þetta skyldi koma
út 4 sinnum á ári í byrjun hvers ársfjórðungs hjá
Diederichs — Jena. Skyldi tímarit þetta skýra frá
öllum nýjungum, er snerta náttúruvísindi og bók-
mentir íslands og Færeyja, birta stutta ritdóma og
útdrætti o. s. frv. Árgjaldið var ákveðið 6 ríkismörk,
en reikningsárið er frá 1. júlí til 30. júní. Enn frem-
ur var ákveðið, að einu sinni á ári skyldu félagar
mætast í vikunni eftir páska og skyldi samkomu-
staður æ breytast og næsti fundarstaður ákveðinn
fyrirfram á hverjum fundi. Loks var ákveðið, er
timar liðu fram, að koma upp sérstöku bókasafni.