Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 28
XX Skúli Thoroddsen. rAndvarn
höfðingja, i málinu gegn fyrverandi sýslumanni og
bæjarfógeta Skúla ThoroddsW og yfir fjárljóni því,
er landssjóði hefir verið bakað með rekstri þessa
máls og endalokum trá stjórnarinnar hálfu, tekuF
hún fyrir næsta mál á dagskrá«.
Þetta sama þing veitti og Skúla 5000 króna skaða-
bætur fyrir tjón það, er hann hetði orðið fyrir við
málareksturinn.
Skúli hafði, eins og áður er sagt, fyrst verið kosinn
þingmaður Eyfirðinga, en við kosningarnar haustið
1892, eftir að rannsóknin gegn honum var hafin,
bauð hann sig fram í ísafjarðarsýslu, til þess að
sýna, hvert álit sýslubúar hans hefðu á honum, og
voru þeir, hann og séra Sigurður Stefánsson, þá kosnir,
hlaut Skúli 108 atkv. af 129. Var Skúli jafnan sfðan
til dauðndags þingmaður ísafjarðarsýslu, fyrst ásamt
öðrum fyrir alla sýsluna og eflir að henni var skift
í tvö kjördæmi, fyrir nyrðri hlutann. Hafði hann á-
valt örugt fylgi, svo að jafnvel 1908 treystust mót-
stöðumenn hans ekki að hafa mann i boði á móti
honum, og var hann sá eini þingmaður, sem var
sjálfkjörinn við þær eftirminnilegu kosningar.
Eftir að Skúli hafði verið suspenderaður tók hann
við ritstjórn Þjóðviljans haustið 1892, og gaf siðan
það blað út til ársloka 1915, þá veitti hann og um
hríð forstöðu kaupfélagi ísfirðinga og tók að verzla
sjálfur, og rak um nokkur ár mjög stóra verzlun á
ísafirði.
Stjórnarskrárendurskoðunarfrumvarpið hafði verið
samþykkt á alþingi 1893 og aftur óbreytt á aukaþingi
1894, að afstöðnu þingrofi og nýjum kosningum, en
stjórnin hafði enn synjað því staðfestingar. Var þá
enn á ný stofnað til Pingvallafundar og boðuðu þeir