Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 182
142 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni ]Andvari,
koma nokkru til leiðar, og Yerðum við þess þó ekki
megnugir að taka svo mikil lán, sem vér þurfum til
þarfa vorra. Hvað mörg ný embætti þurfum við
ekki? Hvað þurfum við ekki að gjöra í jarðyrkju og
ferðastyrk handa ungum mönnum? Hvað þurfum
við ekki að gjöra í fiskiveiðamálum vorum? Hvað
þurfum við ekki að gjöra í póstmálaskipun bæði á
sjó og landi? Hvað þuríum við ekki að gjöra til
vegabóta? Hvað þurfum við ekki að gjöra til að
örva atorku og vilja hinnar nýju kynslóðar, svo
hún finni til sín og skilji ætlunarverk sitt á ó-
kominni tíð og falli frá eftirkomendum sínum ör-
uggum til framkvæmda og ótrauðum til samhalds-
samrar atorku? Getur nú nokkur maður ætlað, að
nokkuð af þessu verði gjört af eigin ramleik vorum
í útsognu landi eins og Frón er? Eg veit fyrir víst,
að fæstir landar heima hafa nokkra greinilega hug-
mynd um, hvað þarfir vorar vaxa, þegar vér fáum
frjáls ráð fjár vors og þar með ótakmarkaðan bæna-
rétt, því það er ekki efamál, að bænir, eg meina
fjárbeiðslur landsmanna, vaxa þá þúsundfalt við það
sem þær eru nú; því nú biðja menn ekki, af því
þeir vita, að ekkert fæst«.
Fessi kafli sýnir, að Eirikur hefir vel séð, hve
mörg og erfið viðfangsefni biðu vor, er vér öðluð-
umst fjárforráð. Þeir hafa sennilega ekki verið margir
á þingbekkjunum þá, er sáu hér eins langt fram í
tímann og hann. í)ótt neita megi því ekki, að margt
hafi verið gert í framkvæmd og athöfn til að ráða
bót á því, er Eiríkur nefnir, knýja spurningar hans
ílestar enn þá hurðir íslenzkra endurbótamanna. Og
enn mun vanta nokkuð á, að stjórnmálamenn vorir
skilji nauðsyn á sumum liðum í þessari stefnuskrá