Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 127
Andvari.] Enska þingið 87
um þjóðum, hefir með köílum verið miklu herskárri
og ágengnari en íhaldsmenn.
Að undanskildum þessum fáu stórmálum hafa
þingmenn jafnan mikið sjálfstæði innan fiokksins.
Fæst mál, er fram koma verða ákveðin flokksmál.
Stjórnin sker sjálf úr því hver mál skuli vera flokks-
mál, ef meiri hlutinn er á móti henni í slíku máli,
þá gildir það sem vantraustsyfirlýsing, og hún verð-
uv að víkja úr völdum eða rjúfa þingið og efna til
nýrra kosninga.
Stundum hafa jafnvel hin mikilvægustu mál verið
afgreidd frá þinginu, án þess að þau væru gerð að
flokksmálum, eins og til dæmis lögin, sem gáfu hon-
um kosningarétt og kjörgengi til Parlmentisins.
Auðvitað kemur það stundum fyrir enska þing-
menn, að þeir skifta um skoðun í einhverju stórmáli
•eða þykjast ekki lengur geta stutt þá stjórn, er þeir
við kosningarnar höfðu lofað að fylgja. Fyrir slíka
menn er ekki nema eitt að gera, að leggja niður
þingmensku.
En drengilegast þykir, og er Iíka algengast, að þeir
bjóði sig aftur fram í sama kjördæmi, og reyni að
sannfæra kjósendur um að stefnubreytingin hafi verið
réttmæt.
Stefnuskrá frambjóðenda er jafnan stutt og hefir
ekki marga liði. En það er orðið fast í þjóðarmeðvit-
undinni, að þeir haldi fast við hana er á þing kemur.
Ef einhver þingmaður svíkur stefnuskrá sína, ogleggur
ekki niður þingmensku eða leita álits kjósenda, þá
hefir hann vanalega þar með búið sér bráðan bana,
sem stjórnmálamanni. Hann mun tæplega ná kosn-
ingu framar, hversu góðum gáfum sem hann kann
að vera gæddur.