Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 77
Andvari.t Pjóðmálafundir 1843-184G 37
máliiui væri lokið á alþingi, gætu þeir, sem ekki
hefðu snúið sér þangað, ekki komizt framar að, nema
með þeim kosti, málinu yrði skotið á frest. Herra
Jón eldri mælti með skránni héðan, menn mættu
ekki hafa þá reglu, að varast að styggja fjandmenn
sína, og bezt væri, að sem flestir legðust á eitt. Hra
Br. sagði, að nöfn okkar 30 mundi ekki vega móti
því, að skráin [þækti »agita]tion«, ef hún kæmi frá
okkur, sem [erum íj öðru landi, og ekki fyndum
sjálfir [til þyjngslanna af verzluninni, stjórnin yrði
[í þessu] máli að hafa þjóðviljann fyrir sér, ef [hún]
ætti að kasta þeim ástæðum, er hún [fær]ir fyrir
bundinni verzlan. Dr. Hjaltalín fylgdi og sama máli.
J. Thoroddsen sagði, að ekki fyndist sér það agita-
tion, þegar við semdum skrána beinlínis til alþingis.
Br. [kva]ð, okkar bænarskrá mundi verða álitin [ide]-
al bænaskrá, af því hún yrði bezt [samin, e]n Odd-
geir sagði, það kæmi undir því, hvenær hún yrði
lögð fram, að öðru Ieyti mælti hann með bænar-
skránni. Jón yngri sagði, að menn yrðu að gæta að
því, [að] þjóðin ætti hér einkum hlut að, og við
ættum því að hnýta okkur aftan í hana, en agitera
og stimulera að öðru leyti af öllu megni. Herra M.
Eiríksson var og á þessu máli. Jón Thoroddsen
sagðist vilja hrinda aðalástæðu Br. Péturssonar; hann
sagði, að engin bænarskrá væri í Hróarskeldu tekin
fram yfir aðra. Br. sagði, það væri ekki satt. Herra
Gr. Þorgrímsson sagði, að undarlegt mundi þykja,
ef við kæmum ekki með bænarskrá í þessu máli, þar
sem við hefðum áður átt svo mikinn hlut að, og
allir'vissu, að vér rerum undir, þó að við kæmum
ekki fram með bænarskrá. Herra Jón eldri sagði,
að menn vildu [láta eitthvað gangaj fram í málinu