Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 19
Andvari].
Slcúli Thoroddsen.
XI
að hafa beinan miðlunarmann eða andstæðing
stjórnarskrárendurskoðunarinnar í boði og varð nið-
urstaðan, að flokkur þessi studdi til kosningar Einar
Ásmundsson í Nesi, þjóðkunnan og prýðilega gefinn
og mentaðan bónda þar i héraðinu. Einar hafði
setið á þingi 1885 og þá greitt atkvæði með stjórnar-
skrárfrumvarpinu, en dró sig í hlé við kosningarnar
1886 vegna vanheilsu. Nú vísaði hann til fyrri fram-
komu sinnar í málinu, en færðist undan að gefa ein-
dregnar yfirlýsingar um, hvað í þvi skyldi gera í fram-
tiðinni. Móti þessum manni bauð Skúli sig nú fram,
og sýndist sá leikur nokkuð ójafn, þar sem hann var
þar ölium ókunnur að heita mátti, nema af sinni
opinberu framkomu og af öðru landshorni, en hinn
mikils metinn innanhéraðsmaður, Kapp var talsvert
í kosningunni og undirbúningsfundir haldnir víða í
héraðinu, enda var hún vel sótt, þegar þess er gætt,
að þá var að eins kosið á einum stað i kjördæminu
— á Akureyri; af 479 kjósendum á kjörskrá greiddu
atkvæði 251. Skúli fékk 206 atkvæði, mótstöðumaður-
inn 45. Kosning þessi fór fram 19. júní 1890 og átli
Skúli sæti á Alþingi upp frá því til dauðadags.
Skúli gat ekki komið þvi við að halda þingmála-
fund með kjósendum sínum, áður en hann fór til
þings 1891, en i stað þess sendi hann þeim ávarp,
þar sem hann lýsti skoðunum sínum á nokkrum
helztu landsmálum og með því að skoða má ávarp
þetta sem stefnuskrá hans, er hann í meginatriðum
fylgdi til dauðadags, skal hér nokkuð skýrt frá inni-
haidi þess.
Hann víkur auðvitað fyrst að stjórnskipunarmál-
inu, sem hann bæði þá og ávalt síðan taldi lang-
mikiivægasta málið. Segir hann, að, að sinni hyggju,