Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 185
Andvari]. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurössyni 145
efnum gestgjafa — með risnu og rausn. Eru þessi
vikulegu boð ekki minsta merki áræðis Jóns Sigurðs-
sonar. Óskráður er langur söguþáttur af Jóni Sig-
urðssyni og íslenzkum Hafnarstúdentum. Var mikið
böl að þvi, að slíkan höfðingja skorti fé. Hann hefði
átt að eiga stóra búgarða. Enginn veit, hversu
þessum ríklundaða manni hefir fallið að leita sér
fjárlána og hjálpar. En hann hefir eflaust ekki gert
slíkt með glöðu geði.
Enginn ámæli Eiríki Magnússyni fyrir »brask«
hans, er hann svo kallar. Slikl væri oddborgara-
hjal siðferðilegra smásálna og verkhengla. Hann
gat ekki farið að öðruvisi en hann fór, úr því að
hann vildi bjarga Jóni Sigurðssyni úr fjárhags-
legri stórhættu. Má fortakslaust kalla það þrekvirki,
að þessi prestlingur, kominn fyrir tiltölulega stuttu
norðan af íslandi, fékk útvegað að láni svo mikið fé,
er kalla mátti stórfé á þeim dögum.
26. jan. er dagsett næsta bréf Eiríks, er þá hefir
sýnilega fengið bréf frá Jóni, þar sem hann hefir
minst á söguritun sína: »Mér er sárt undir öðru
eyra og klæjar undir hinu, þegar eg liugsa um sögu-
starf yðar og pólitiska starfsemi. Ef þér gætuð orðið
búinn með fyrsta bindi, eða svo sem 20 arkir prentaðar,
eins snemma og öndverðlega var um samið1), þá held
eg, að öllu sé óhætt. Reyndar heyrist mér á vini
vorum, að hann ætlist til, að verkið gangi nokkrum
mun fljótara, fyrir það að hann er svo greiður að
borga, og það finst mér eðlilegt, en hins vegar meg-
um vér ekki ætlast til ofmikils af yður. Eg álít nú
1) EkUi veit eg, hvernig samningar þeir liaía veriö. Sennilega hafa
þeir .Jón og Eiríkur samiö um þetta, er Eiríkur var í Höfn lijá Jóni.
Andvari XV.T 10