Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 122
82
Enska þingið
[AndvarL
einkennilegu skilyrði fyrir kosningarréttinum. Þess
skal að eins getið, að langílestir kjósendur öðlast
rétt sinn vegna þess, að þeir eiga, eða liafa á leigu
einhverja fasteign. . Land eða kús, sem gefur af sér
10 sterlingspund árlega í ágóða, eða greiða verður
jafnmikið eftirgjald eftir. Til dærnis kafa fullorðnir,
einhleypir menn ekki kosningarrétt, meðan þeir búa
í foreldrahúsum, en fá hann jafnskjótt og þeir leigja
sér íbúð annarstaðar.
Annað dæmi, sem gott sýnishorn af sérvizku og.
íhaldssemi Englendinga. Þeim er illa við flutninga
og það láta þeir koma niður á kosningarréttinum.
Ef maður, sem býr í hluta af húsi flytur sig í ann-
að hús þó innan saman kjördæmisins sé, þá missir
hann kosningarrétt sinn og fær hann ekki aftur fyr
en hann hefir búið heilt ár í hinni nýju íbúð.
Þessi óreglulegu og margbrotnu kosningalög gera
það að verkum, að þar er ilt verk og vandasamt að
semja kjörskrána. Fátækrastjórarnir (overseers of the
poor) í hverri kirkjusókn búa fyrst til lista yfir þá
menn í sókninni, er þeir álíta að séu kjósendur.
Síðan varða tveir gamlir lögfræðingar að athuga list-
ann, sem ávalt reynist ófullkominn. Þeir hafa þó að
eins vald til þess að gera atkugasemdir við þau nöfn
sem eru þar, en ekki til þess að bæta nýjum við.
Hver einasti kjósandi verður að sjá um það sjálf—
ur, að nafn hans komist á kjörskrá. En vegna þess
hve kosningalögin, eru óljós, verður sífelt að leita
úrskurðar dómstólanna, um hverjir séu kjósendur.
Kostar þetta alt of fjár, en ríkið tekur engan þátt i
þeim kostnaði. Eftir enskum skilningi eru kosning-
arnar og undirbúningur þeirra, einkamál kjósenda