Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 95
Andvarii. Þjóðmálafundir 1843—1846 55
¦og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar; las hann í fyrstu
lögfræöi, en hætti við pað og sneri sér síðan mest að
¦heimspéki og bókmenntum. 1845 hlaut hann meistarnafn-
bót fyrir ritgerð um Byron skáld, er síðar var gerð jafn-
•gild doktorsnafnbót. Grímur var lengi í /lokki Fjólnismanna,
-en gekk í lið með Félagsritamönnum síðar og varð einn
¦útgefanda að Félagsritunum um tíma. Grímur kynntist
¦meir dönskum stórmennum en titt var um íslendinga um
iians daga, lét og ýmisleg önnur mál lil sín taka en bein-
línis íslenzk, var t. d. áhugasamur félagsmaður í »Skandi-
navisk Selskab«, félagi, er síðar verður vikið að. Jafnframt
ritaði hann talsvert í dönsk blöð og tímarit. Leiddi petta
¦allt saman til pess, að Grímur komst á aðra braut en ís-
¦lendingar eru vanir að leggja á. Hann komst í pjónustu
utanrikisráðuneytis Dana og var framan af öðru hverju
sendiherraritari bæði i Frankfurt am Main, Bri'issel og
París, en síðast var hann eins konar skrifstofustjóri (De-
partemenlssekretær) í pessu ráðuneyti, unz breytt var deild
peirri, er hann var fyrir (1866); pá iluttist hann alfarið til
íslands og gerðist bóndi á Bessastöðum á Álftanesi. Að
öðru Ueyti vísast um Grím til rækilegrar ævisögu, er dr.
Jón Porkelsson hefir samið og prentuð er i 23. árg. And-
vara (bls. 1—32).
28) Með tilskipun 13. júni 1787 nam Kristján konungur
7. úr gildi einokunarverzlunina á íslandi og gaf verzlunina
lausa við alla pegna Danakonungs frá nýári 1788. Petta
pókti mikil bót frá pví, sem áður var, en samt pókti hin-
um beztu mönnum ekki komið fullt lag á fyrr en verzlun-
in væri orðin alfrjáls. Börðust margir duglega fyrir pessu,
bæði í ræðu og riti, einkum á pessum árum, 1840—1850,
en ekki hreif pað fyrr en 1854; pá (15. apríl) var loks hið
langpreyða verzlunarfrelsi lögleitt hér.
29) Síra Tómas Sæmundsson (1807—1841), síðast prestur
á Breiðabólstað i Fljótshlíð, hafði verið einn aðalmann-
anna í Fjólnisfélaginu. Hann var allra manna áhugasam-
astur um málefni íslands, en naut of skammt við. Fyrir
þessi samskot, er hér ræðir um, var gerður minnisvarði
sá, er stendur á leiði hans í Breiðabólstaðarkirkjugarði.
Æviágrip síra Tómasar er í 6. árg. Fjölnis (bls. 1—6).
30) Jónas Hallgrímsson (1807—1845), skáld og náttúru-