Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 177
Andvarij. Frá Eiriki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 137
málið, til að sverta ekki einungis persónuna, heldur líka
pann málsveg, sem einmitt er álitinn alment hjá oss hinn
eini rétti. Hvaða áhrif þessar greinir hafa á Dani, sem
þegar eru fullir hleypidóma gegn oss, er auðráðið. Eg er
nú hálfhræddur um, að þær rótfestist um of í Danskinum
og geri hann verri til samninga, þegar til kemur. Pó vona eg,
að svo mikill kostnaöur hlaupi á rikissjóðinn, að menn
finni vel til og verði svo spesíurnar liin öflugasla sannfær-
ing fyrir þessa fíflþjóð til að láta siga undan og gefa oss
rétt vorn. — Yður má vera það liuggun, hvað sem var-
menni segja, að þér hafið góða samvizku fyrir gjörðir
yðar, að þér standið með fleirtölu landsmanna yðar og
það hinna beztu og frjálsustu, og að á yðar bandi eru
þeir landar erlendis, sem, ef til vill, geta orðið Dönum að
meira meini en þá dreymir um nú, ef þeir byrja að fullu
og öllu á varmenskunni við okkur. Eg er nú altaf að búa
mig undir, ef ske mætti, að Guð skyti mér í brjóst að fara
vestr yfir sundið og i blaðamennina þar til að benda þeim
á pólitík Dana. Eg álít nú sem stendur fátt æskilegra, en
að Danir fari i reglulega sölusamninga-pólitik við Frakka').
Yrði það hljóðbært, þá á eg eins víst eins og dauða minn,
að Englendingar gerðu sér ekki samvizku af aö hirða oss.
Fað var varla meira varið í Helgóland 1814 en ísland nú.
Pað er hægt að sýna Englum fram á, að Island er hin
ákjósanlegasta herstöð fyrir Frakka, og því hættuleg eign
þeirrar þjóðar, er altaf liggur í laumi til að ráðast á þá.
Pað er hægt að sýna verzlunarstélt Engla, hvílík gullnáma
sjór vor er og hversu auðunnin fyrir Breta og ábatasöm,
ef ójafnaðartollurinn hér yrði afnuminn, sem liklega mundi
takast Bretum, þó Dönum lánist það ekki. Eg held því, að
menn ættu að geta sannfært Breta politice og commercia-
liter’) um það, að ísland sé þess vert, að þeir eigi það
einir, en aðrir ekki. í pólitik hafa oft lítilvægari ástæður
en þessar unnið meðhald og sannfæringu viðkomenda. Pá
er enn það, að Yankear kynnu að vilja seilast í landiö
með Frökkum, en hvað gæti verið hættulegra fyrir Engla,
1) Eirikur hélt uni þcssar mundir, aö Frökkum léki liugur á aö eign-
ast ísland, en þótti óvis áhatinn á aö »verða þeirra börn«.
2) þ. e. verzlunarlega.