Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 167
Andvarij. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 127
og meyjum í ástavitrunum. Það er fátt í þessum heimi
leiðinlegra en að ferðast um nótt með járnbraut. Ekkert
sést fyrir utan hið fljúgandi fangelsi, en inni er ekki ann-
að, sem auganu skemtir, en hrjótandi höfuð, hangandi
ýmist fram á bringu, út á axlir eða aftur á herðar, velt-
andi til og frá, eftir því sem vagninn hröklast á járnbraut-
unum; og yfir þessari svefnugu sjón stendur grútarlampi,
sem sendir bleika skímu niður yfir hin hálfdauðu andlit,
svo manni verður ósjálfrátt á að ímynda sér í svefnrofun-
um, að hann vakni upp meðal bleikra drauga, i fornum
kirkjugarði, sem kölski sé að hala dýpra og dýpra. Þetta
hefir að minsta kosti fiogið mér í hug í nótt einum tvisv-
ar sinnum, þvi draumur og vaka hafa komið sér svo
undarlega vel saman i mínu holdi, að eg hefi orðið að vera
góða stund vakandi, áður en eg hefi getað rekið brott hina
drungalegu drauma, sem hafa gjört mér svefninn svo óvær-
an, að eg heíi ekki haft neina endurnæringu af honum.
Enda er eg nú langt um likari draugi en manni, bleikur,
grár, fölur, rauðeygður og sígeispandi. Pað er ekki gaman
að skrifa bréf í þessu ástandi. Eg ætla nú að fá mér lút-
sterkan kaffibolla, fara siðan i kalt bað og keyra svo út i
bæinn og vona eg, að það verði heilsusamlegur cur fyrir
' moldarrústir mínar«.
Þá er Eiríkur hefir ekið um bæinn, tekur hann
aftur til, þar er var frá horfið, og lýsir fyrir hinum
mikla manni því, er bar fyrir sjónir í þessum dýr-
lega »glaumbæ og glæsibæ«, eins og dr. Helgi Péturss
hefir einhverstaðar kallað París.
Nú flnnst ekki bréf frá Eiríki til Jóns, fyrr en
nær ári síðar. Bréf það er að ýmsu leyti merkilegt
og sýnir, að Eiríki og Jóni heflr margt á milli farið,
er það var ritað.