Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 16
VIII
Skúli Thoroddsen.
|Andvari.
svipta þá helgustu mannréltindum, og í þessu efni
breytti það í engu skoðun hans, þótt hann léti af
embætti, því að á þingi 1913 síðast greiddi hann at-
kvæði gegn því, að dómendur, sem ekki hafa jafn-
framt umboðsstörf á hendi, væri sviptir kjörgengi við
Alþingiskosningar.
Á þinginu 1887 varð stjórnarskrárbreytingin óút-
rædd í efri deild. Vakli það megna óánægju hjá
þorra kjósenda og þótti mönnum nú miklu skifta, að
málið kæmist í viðunanlegt horf á þinginu, sem saman
átti að koma 1889.
Stjórnarskrármálið var þá mikið rætt í blöðunum
og á mannfundum og tók Þjóðviljinn mikinn þált í
þeim umræðum. Niðurstaðan varð sú, að forvígis-
menn endurskoðunarmanna boðuðu til Pingvalla-
fundar, sem halda skyldi 20. ágúst 1888. Var svo til
ætlast, að fund þenna sæktu fulltrúar úr öllum kjör-
dæmum landsins, jafnmargir að tölu og hinir þjóð-
kjörriú Alþingismenn. Fulltrúarnir voru kosnir af
kjörmönnum, sem aftur voru kosnir af kjósendum
innan hvers hrepps fyrir sig. Á fund þenna var Skúli
kosinn sem annar af fulltrúunum fyrir Isafjarðarsýslu.
Þingvallafundur þessi var haldinn á tilteknum tíma
og sóttu hann fulltrúar úr öllum kjördæmum lands-
ins nema tveimur, sem sýnir greinilega, hve áhugi
landsmanna á stjórnarskrármálinu var mikill og al-
mennur. Skúli var kosinn varaforseti fundarins með
22 atkv. af 28 alls, sem sýnir, hvert traust og l'ylgi
hann þá þegar hafði meðal sjálfstjórnarmanna um
land alt. Aðalmál fundar þessa var, eins og áður er á
vikið, stjórnarskrármálið, og þótt menn mættu heita
alveg samdóma um meginatriðin, (að eins einn full-
trúi talaði og greiddi atkvæði á móti því að halda