Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 18
X Skúli Thoroddsen. |Andvari.
lega sniðna eftir nýlendustjórnarfyrirkomulagi Breta,
ög urðu um málið miklar og harðar umræður, en
svo lauk, að það varð enn óútrætt. En eftir þingið
urðu miklar og svæsnar umræður um málið —
»Miðlunina« sem svo var kölluð — og tók Skúli
mikinn þátt í þeim og lagðist eindregið á móti henni.
Hygg eg, að segja megi, að á þessum árum hafi f*jóð-
viljinn verið öruggasta sjálfstjórnar- og framsóknar-
blaðið á þessu landi. Hann var líka skrifaður af
iniklu meira fjöri og minni undirgefni, en þá var títt
í íslenzkri blaðamensku, enda mun hann þá.hafa
náð mikilli útbreiðslu meðal sjálfstjórnarmanna, ekki
að eins vestanlands, heldur og í öðrum landsfjórð-
ungum og þó einkum norðanlands, þar sem mest
gætti áhrifa sjálfstjórnarforkólfanna Jóns á Gautlönd-
um og Benedikts sýslumanns Sveinssonar.
Jón á Gautlöndum hafði látist af slysi á leið til
Alþingis 1889, og var þvi sæti hans á þingi autt, en
hann hafði verið þingmaður Eyfirðinga; skyldi kjósa
þingmann í stað hans vorið 1800. Mótstöðum. stjórn-
arskrárendurskoðunarinnar höfðu látið töluvert á sér
bera undanfarin ár þar í héraðinu og haldið úti blaði
málstað sínum til eflingar, enda voru 3 konungkjörnir
þingmenn búsettir þar. Fyrir þingrofskosningarnar
1886 höfðu þeir haft sig svo í frammi, að fylgis-
mönnum stjórnarskrárendurskoðunarinnar þótti ekki
trygt að etja óvöldum mönnum gegn þeim, og
varð það úr, að foringjarnir sjálfir, Benedikt sýslu-
maður og Jón á Gautlöndum, yfirgáfu sín gömlu
kjördæmi, sem hvort sem var voru trygg, buðu
sig fram i Eyjanrði og unnu þar hinn glæsileg-
asta sigur. Nú þegar Jón var látinn, þótti miðl-
unarmönnum vænkast sitt ráð. Ekki þótti þó ráðlegt