Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 174
134 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
Fé þetta hefir Eiríkur að likindum greitt um haustið.
Næst ritar Eiríkur Jóni 15. ágúst sama ár, staddur
þá í Lundúnum. Síðan 25. ág. Þar eru þessar fróð-
legu fréttir:
»Pað er gleðilegt að heyra, hvað Finsen er efnilegur. Pað
er ekki ómerkilegt með Finsen, að hann hefir jafnan,
meðan hann var í Höfn, komið til Steingríms frænda síns
og sagt honum frá því með undrun, hafi íslendingar lagt
á móti landi sínu og landsmönnum. Ilann hefir átt rimmu
við síra Benedikt Scheving1) út úr pví, að klerkrinn kvaðst
mundu hamast, ef ríkissjóður Dana ætlaði að fara að greiða
oss fé og leggja pað á skattgjaldendur í Danmörku. John-
sen í Álaborg2) beiddi Finsen að forðast frelsisflokkinn á ís-
landi eins og djöfulinn sjálfan, og hafði Finsen hlegið að
ráðinu. Steingrímur3) hefirlátið mig skilja, að Finsen mundi
ekki síður æskja að verða þjóðhollur þar nyrðra en syðra.
Steingrímur er víst einhver heitasti íslandsvinur i Höfn
og einhver einlægastur vinur yðar þar«.
Bréfkafli þessi virðist mér hinn merkilegasti. Þeir
voru aldavinir, Eiríkur Magnússon og Steingrímur
Thorsteinsson, skrifuðust á lengstan hluta æfinnar
og, ef til vill, meðan þeim entist aldur til. Verður
því ekki efað, að Eiríkur fari rétt með það, er hann
segir frá Hilmari. Hér er því sýnt ómótmælanlega,
1) Benedikt Scheving (1807—1877), sonur Guðmundar Schevings, sýslu-
manns og kaupmanns, var prestur i Danmörku, vann eitt ár á skrifstofu
Mynsters Sjálandsbiskups, liins naí'ntogaða lcennimanns Dana, áður en
hann gerðist danskur klerkur (Sjá Guðfræðingatal Hannesar Porsteins-
sonar, Sögurit V., bls. 44—45). Benedikt prestur lieíir, samkvæmt þessu,
verið býsna dansklundaður, og á sama bendir það, er Jón Sigurðsson
segir Halldóri Friðrikssyni frá honum i brcfi einu 1870 (Minningarrit,
bls. 502).
2) Jón Johnsen var danskur einbættismaður í Álaborg, en var nokkur
ár yfirdómari i Reykjavik. Ilann var faðir Jóns ritara og náfrændi Fin-
senanna (afkomenda Hannesar biskups Finnssonar.
3) Steingrímur skáld Tliorsteinsson og Iiilmar Finscn landsliöfðingi
voru systkinasynir.