Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 184
144 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
P. S. Eg fer líklega eftir fáeina daga til Boulogne zur
Mer, en þar stend eg við að eins í viku eða svo. Oll bréf
til mín sendir konan mín til mín, meðan eg er í burtu«.
Margt bera bréfin. Og það er ekki ávalt lengstu
bréfin, er stærstar flytja fregnirnar. Þetta ofanprent-
aða bréf er hálf smáörk. En það liggur við, að mér
finnist þessi litla pappírsræma helgur dómur. Það hefir
verið stór sigur- og fagnaðarstund í lífi Eiríks Magnús-
sonar, er hanu reit þessar línur, og það varð hlut-
skifti hans að bjarga frá stóru gjaldþroti þeim manni,
er hann hefir án efa talið mesta mann íslands þá,
og hann kveðst hafa »dregizt svo drjúgum að«, frá
því er hann var »berfættur smali« austur í Stöðvar-
firði, líkt og hann kemst að orði i einu bréfi til
Jóns (15. nóv. 1871). Hann biður guð líkaafhrærðu
hjarta að veita sér oftar slíkt lán. Hann hafði hér
reynzt »slyngur sláttumaður«, þarfur og djarfur til
drengilegra féfanga. Fáir íslendingar — ef til vill eng-
inn — myndi hafa aflað eins vel á þeim alþjóðamið-
um. Ekki þarf mikið ímyndunaraíl til að skilja,
hvílíku áhyggju- og kviðafargi létti í einni svipan
af Jóni Sigurðssyni, er hann rendi augum yfir
þessa smáörk, sem færði honum slíka fagnaðar-
frétt. Hjá því fer ekki, að þessi foringi vor hafi
oft kent sárra stingja af skuldum sínum. Ef til
vill hafa ormar fjáráhyggju og vandræða nagað hann
í mörgu gleðigildi, er hann sat fyrir borðendanum
heima hjá sér, með púnsglasið fyrir framan sig, með
»brosi á vörum og í hýru skapk1) — að sjá —, í fjörug-
um samræðum við gesti sína, íslenzka Hafnarstúdenta.
Hús hans, öreigans og höfðingjans í senn, var þeim
opið einu sinni í viku, og þeim þar veitt — eftir
1) Björn Ólsen í »Skirni« 1911, bls. 26G.