Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 10
4
að hann læsi lögfræði, en við það hætti hann og
sneri sér að heimspeki, bókmentum og svo nefndum
fagurf'ræðum, og fór hann ungur að rita greinar í
dönsk blöð og tíraarit. Um þá tfma var hið mesta
fjör og félagshreifingar meðal stúdenta um öll Norð-
urlönd, og þá var stofnað stúdentafélagíð danska
(»Studenterforeningen«), sem enn stendur. Gekk
Grimur brátt í það, og tók mikinn þíltt í stúdenta-
lífinu um þau ár, og komst þá í kynni við marga
hina helztu rithöfunda Dana og skáld, svo sem
Oehlenschlager, því að allir komu þeir í stúdentafé-
lagið, hvort sem þeir voru ungir eða gamlir. Varð
og Grímur heimilisvinur hjá horium og jafnan boðinn
til hans í viku hverri. Þess utan kyntist hann og
mörgum jafnöldrum sínum meðal Dana, er síðar urðu
hinir merkilegustu menn; er sá kunningsskapur
jafnan vanur að vera hlýjastur og verða haldbeztur,
er menn gera ungir, því að hann er optast byggður
á því, að menn fella skap saman, en ekki á eigin-
girni eða hagsmunum. Það læra menn betur með
aldrinum.
Það, sem fyrst mun hafa vakið verulega eptirtekt
á Grími, var það, þegar hann svaraði verðlauna-
spurningum Kaupmannahafnarháskóla 1841 um það,
hvort viti Frakka á skáldskap hefði farið fram eða
aptur á siðari timum, og hverjar væri orsakir þess.
Hlaut hann önnur verðlaun háskólans fyrir þá rit-
gerð og kom hún út tveim árum síðar (1843)1. Segir
1) Þvi hefir verið allmjög á lopt lialdið af óvinum Gríms, að
annar maður en hann hefði átt meiri hluta í þessari ritgerð, en
til þess er engin hæfa, enda ólíkt skapi Gríms að vilja vera gagn-
gerð eptiráta annara. Háöldruð og mentuð kona, sem þá var ung
og bjó í næsta herbergi við Cfrim, og var honum gagnkunnug á
þeim árum, segir mér nú, að hann hafi þá umgengizt mann þann,