Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 58
52
Hið æðsta valrt innanlands á ístandi skal á ábyrgð ráð-
gjafans fengið i hendur landshöfðingja, sem konungur skipar, og
hefir aðsetur sitt á íslandi. Konungur ákveður verksvið lands-
höfðingja.
2. grein (3. gr. stj.skr.).
ltáðgjafinn her ábyrgð á stjórnarathöfninni. Konungur eða
alþingi geta kært ráðgjafann fyrir embættisrekstur hans eptir þeim
reglum, er nánar verður skipað fyrir um með lögum.
3. grein (8. gr. stj skr ).
Konungur getur leyst upp alþingi, og skal þá stofnað til
nýrra kosninga, áður tveir mánuðir sé liðnir frá þvi það var leyst
upp, og alþingi stefnt saman næsta ár eptir að það var leyst upp.
Þó er ei'gi skylt að kveðja 'il aukaalþingis, þegar alþingi er leyst
upp samkvæmt 61. gr. stjórnarskrárinnar.
4. grein (19. gr. stj.skr.)
Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag i
júlimánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan sam-
komudag sama ár. Breyta má þessu með lögum.
5. grein (1. málsgr. 25. gr. stj skr.).
Fyrir hvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman
komið, skal leggja frumvarp til fjárlaga fyrir Island fyrir tveggja
ára fjárhagstimabilið, sem í liönd fer. Með tekjunum skal telja
bæði hið fasta tillag og aukatillagið, sem samkvæmt lögum um
liina stjórnarlegu stöðu íslands i ríkinu 2. jan. 1811, 5. gr. sbr. 6.
gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sérstaklegu
gjalrta íslands, þó ]>annig, að greiða skuli fyrirfram af tillagi
þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar Islands, eins og
þau verða ákveðin af konnnginum.
6. grein (34. gr. stj.skr.).
Káðgj ifinn fyrir Island á samkvæmt emliættisstöðu sinni
sæti á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðunum eius
opt og liann vill, en gæta verður hann þingskapa. Nú er sjúk-
dómur eða önnur slik forföll því til fyrirstöðu, að ráðgjafinn geti
mætt á alþingi, og má hann þá veita öðrum manni umboð til þess
að mæta þar á sina ábyrgð, en að öðrum kosti mætir lanrtshöfð-
inginn á ábyrgð ráðgjafans. Atkvæðisrétt liefir ráðgjafinn eða