Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 27
21
menn gera þýðingarnar sem gagnlegastar og skiljan-
legastar þeirri þjóð, sem þýtt er fyrir, þA þarf að
laga þýðingarnar sem mest eptir hugsunarhætti og
skilningi þeirrar þjóðar og gera þær henni sem eig-
inlegastar, svo að hún finni sem minnst til þess, að
ekki sé frumkveðið, og það mun Grfmur hafa talið
mest vert.
Vegna málsins skilja íslendingar betur en nokkur
önnur þjóð í heiminum bæði sína eigin fornöld og
fornöld Norðurlanda, eða réttara sagt, fornnorrænan
anda. Það býr einmitt svo mikið í djúpi málsins
sjálfs, er þeir einir finna, Og þess vegna er það, að
engin önnur skáld en íslenzk finna »liljóðgrunn hjá
sinni eigin þjóð, sem tekur svo vel undir, ef gripið
er i hina gömlu strengi,* eins og eitt af yngri skáld-
unum kemst að orði.1 En það er óhætt að bæta þvi
við, að þennan hljóðgrunn finna skáldin því að eins,
að þeir leiki vel á gömlu strengina, yrki vel, ann-
ars ekki. Sögurnar eru sjálfar ritaðar svo vel og
skáldlega, að það er ekki heiglum hent að ætla sér
að hefja frásögn þeirra upp í æðra veldi. Og alþýða
bianna er sögunum of kunnug til þess, að þoraudi
sé að bjóða henni allt, og hún skilur opt fyrri en
skellur í tönnunum, hvað nýtt er og ónýtt. Sögurn-
ar eru einmitt háskalegt yrkisefni fyrir Islendinga,
°g hvergi þarf á meiri skáldsnild að halda en í kveð-
skap út af þeim, af því að þar eru menn matvandir.
Að yrkja þær um er að yrkja Ilias po*t Homerum.
saga miðaldanna og hinna seinni alda er hins
vvgar hættulaus skeiðvöllur handa islenzku skáldun-
Uttl til þess að hleypa á sprett á, því að þar dettur
króðrardrösullinn ekki um sögurnar. Þar eru nógar
t) Einar Benediktsson í Þjúðúlfi, XLVII, 30.