Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 59
53
sá, sem kemur i kans stað, þvi að eins, að þeir séu jafnframt al-
þingismenn.
7. grein (2. ákv. um stundars.). .
Þangað til lög þau, er getið er um i 2. gr., koma út, skal
hæstiréttur rikisins dæma mál þau, er konungur eða alþingi höfð-
ar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland út af emhættisfærslu lians,
eptir þeim málfærslureglum, sem gilda við téðan rétt,
Þegar frumvarp þetta er boriö saman við frum-
varp neðri deildar hér að framan, þá hefir það inni
að halda að eíns þrjár efnisbreytingar á þvi, auk
úrfeilingar 1. gr. Þessar breytingar eru, að ákæru-
valdið sé hjá alþingi í stað neðri deildar, að ákveða
megi annan samkomutíma alþin’gis með einföldum
lögum, og að eigi skuli skylt að lialda aukaþing, þó
alþingi sé rofið sökum stjórnarskrárbreytingar. Var
þessi siðasta breyting gjörð til miðlunar við stjórn-
ina, er samkvæmt yfirlýsing landshöfðingja, er nefnd
er hér að framan, virtist breytingin á 61. gr. vera tölu-
vert kappsmál. Breytingar þessar voru því hvorki
margar né miklar, en þær fundu satnt ekki náð í
augum neðri deildar. Þegar frumvarpið kom þang-
aö aptur, tók nefndin það til meðferðar; klofnaði
hún enn og urðu nú þrir í minni lilutanum, Gruðl.
Guðmundsson, Skúli Thóroddsen og Valtýr Guð-
mundsson ; vildi minni hlutinn samþykkja frumvarp
efri deildar óbreytt, til þess að vera viss um árangur
af þessuin samkomulagstilraunum þingsins og stjórn-
arinnar, en meiri hlutinn vildi ekki aðliyllast eina
einustu breytiug efri deildar, og lagði því til að færa
frumvarpið að öllu leyti i sömu mynd og það var i,
er það fór til efri deildar. En breytingartillögur
Þieiri hlutans voru allar felldar; snerist þá meiri
hlutinn móti frumvarpinu og var það fellt með 13
atkvæðum móti 10 (Alþt. 1897, B, bls. 1851).