Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 229
223
ast hér, eru allar hinar sömu og við Suðurland.
Þilskipaútvegur er hér enginn, nema lítils háttar A
Akranesi og nokkur í Flatey.
Syðsta veiðistöðin á þessu svæði er Alcranes
(Skipaskagi). Þar hefir lengi verið útræði og góð
veiðistaða. Afii er oft litill framan af' ári, og reru
menn öft áður suður í Njarðvíkur framan af vetrar-
Vertíð með net. I góu-lok byrjar hin eiginlega ver-
tíð, og vor og sutnar og enda á haustin aflast oft
Vel. Veiðarfærin eru lík og við Faxaflóa sunnan-
verðan: liandfæri og ýsulóðir, sem áður voru 4—500
á skipi með 8 hlutum, nú 8—1000; hefir lóð verið
brúkuð þar alla þessa öld á vorin og í seinni tíð
°ft á haustin, en lítið á vetrarvertíð. Þorskanet eru
°g brúkuð, en vanalega ekki nema ekki aflist á
Önnur veiðarfæri, og aldrei á síðustu árum. Fyrir
skötu og lúðu eru hafðar haukalóðir líkt og við
Breiðafjörð, og beitt á þær fiskbeitu. Annars er
^ræklingur úr Hvalflrði aðalbeita, maðkur úr sönd-
únum við norðanvert nesið, og aða, sem nokkuð-
mikið eraf þar í þörunum. Síldarnet hafa lítið ver-
^ reynd, en hrognkelsi aflast oft og ræksnin höfð til
beitu. Þegar fiskað er með handfærum, er legið við
stjóra (dreka, akkeri), líkt og alstaðar við flóann
^nnnanverðan. Á síðari árum hafa á vetrarvertíð
§engið 25—30 skip, flest sexæringar, áður áttæring-
ar þegar net voru. Skipin eru með »Engeyjar-lagi«.
Hallgrímur hreppstjóri i Guðrúnarkoti hefir verið A
^kaganum í nærri 50 ár, og segir hann, að á þessu
tlrnabili hafi verið mikil framför i veiðum og sjó-
sókn. Sveinn Guðmundsson verzlunarmaður hefir
kaldið nákvæma dagbók yflr veiðiskap á Skaganum
síðustu árin, og telur hann meðalhlut á vetrar-
vertfð 350, á vorvertíð 500 og á hausvertíð 600 alls.
L