Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 252
24(5
ur, að sjaldan hafi botnvörpuskip skemt net, þar
sem þau lágu þétt saman, og helzt þau, er voru ein
sér og dufl í kafi. Eg vil ráða mönnum til að hafa
góð dufi á veiðarfærum, þar sem búast má við botn-
vörpuskipum, og helzt hafa á þeim háa stöng með
veifu á, eins og titt er í öðrum löndum. í sambandi
við þetta vil eg geta þess, að þorsTcanet voru aftur
reynd i sumar seint og afiaðist töluvert í þau, en
hámeri skemdi þau. Eflaust hefði og mátt veiða
hinn feita fisk, er botnvörpuskipin fengu svo mjög í
sumar i Faxafióa í net, og var ekki furða, þótt hann
væri tregur á beitu, þar sem hann var svo feitur
og síltroðinn. Botnvörpuslcipin hafa þannig aftur
sýnt oss, að fiskur getur verið nógur fyrir, þótt hann
ekki fáist á beitu. Það væri því mjög æskilegt, að
menn vildu reyna víðar að brúka net (með misstór-
um riðli) á sumrin.
Hvað trémaðkinn snertir, sem eg fann í fyrra i
bryggju einni í Rvík (sbr. Skýrsla 1896), þá fann eg
hann með eggjum 20. mai. En þótt eg leitaði 1 sjón-
um þar í kring og út um höfnina 8 sinnum á tíma-
bilinu frá 30. apríl til 28. júní, þá fann eg ekki
eina einustu lirfu af honum; það lítur því ekki út
fyrir, að liann sé magnaður hér, og hann hefir held-
ur ekki breiðst út í bryggjunni. Eg skoðaði og
skipið »Randers«, sem lengi hefir legið hér á höfn-
inni. I því sá eg að eins gamlar smugur í kilin-
um. Yart hefir hans og orðið í opnum bát, sem Jú,
á höfninni. Annarsstaðar hefi eg heldur ekki getað
fundið maðkinn í bryggjum við ffóann, nema ein-
staka gamlar smugur í eldri bryggjum í Reykjavík.
Tréætuna Limnoria, sem étur svo mjög bryggjurnar
i Reykjavik, hefi eg annars að eins fundið í bryggju