Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 77
7i
§rundvallarlög Dana gildandi í sérmálum íslands;
en þá skoðun ættu þjóðkjörnir alþingismenn sízt að
breiða út á íslandi.
En látum svo vera, að einhver vankvæði kynni
að vera á þessari ábyrgð sökum ríkisráðssetu ráð-
herrans; hún er rnjög mikils virði fvrir það og mikil
hót frá því sem nú er, og það verður aldrei sýnt
með neinum rökum, að þessi vank /æði séu svo inikil,
að rétt hafi verið þeirra vegna að fella þetta mál.
Hér var líka á fleira að líta en ábyrgðina eina. ís-
lendingar áttu nú kost á sérstökum ráðgjata, er ekki
hefði öðrum störfum að gegna og gæti sjálfur samið
við þingið án annara milligöngu og átt kost á að
■verða gagnkunnugur öllum stjórnmálum vorum, og
það því fretnur, sern næstum mátti telja sjálfsagt, að
hánn. yrði íslendingur. Enginn, sem gengur við ljós
heilbrigðrar skynsemi í þessu máli, mun neita því,
að þetta séu breytingar til batnaðar á stjórnarskip-
un vorri; hitt er ósköp hægt, að berja það blákalt
iham, að íslendingum sé ekkert betra að hafa fyrir
ráðherra kunnugan en ókunnugan mann, Islending
en danskan mann, rnann sem semji sjálfur við þing-
’ð en þann, sem gjörir það með ábyrgðarlausum
umboðsmanni. Vér áfellumst stjórnina fyrir það, að
hún ekki 1874, er stjórnarskráin var út gefin, skip-
aði þegar sérstakan ráðherra fyrir ísland, er ein-
^öngu hefði sérmál Islands ineð höndum, væri ís-
lendingur og mætti á alþingi. Hvers vegna áfell-
umst vér stjórnina fyrir að láta þetta ógjört? Auð-
vúað at því, að vér gjörutn ráð fyrir, að öll stjórn
^ermála vorra hefði farið betur úr hendi hjá þessum
nianni, heldur en raun hefir þótt á verða í höndum
dórnsmálaráðherrans danska og landshöfðingjans. En
hafi þetta að undanförnu horft til bóta, þá horfir það