Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 116
110
eða vatnsborð fornt, hátt upp í fjalli, og aðrar smærri
neðar ; á sömu hæð og strandlfna þessi er melhjalli
utar, beggja megin ár, og er auðséð, að vatn ein-
hvern tíma hefir fylt dalinn þangað upp. Stórkost-
legar jökulöldur hafa stífiað dalinn að utan, en er
jökullinn bráðnaði, myndaðist afiangt vatn, 4—5 mílur
á lengd og 40—50 faðma á dýpt, en 'er áin gat
grafið sér farveg gegn um melliólana, fór að lækka
í vatninu ; seinna hefir það ef til vill skiptst í tvö
vötn, annað uppi hjá Sörlastöðum, hitt utar 1 daln-
um; Ioks varð afrenslið svo djúpt, að alt vatn tæmd-
ist úr dalnura. I fjallshorninu fyrir ofan Þverá er
strandlína hins forna vatns mjög glögg; hún er þar
eins og hak eða stallur inn í blágrýtisbergið og sést
þess glöggar í fjarska, af því strandlínan gengur
þvert yfir blágrýtislög, er hallast 4—5° til austurs;
strandlína þessi liggur 682 fet yfir sjó; jökulöldurnar
á þessu svæði ná þó hærra upp en vatnsborðið hefir
verið, austan dals sumstaðar alt að því 1500 fet.
Ofan til í Fnjóskadal er landslag tilbreytingarlítið,
en verður einkennilegra, þegar utar dregur; melhól-
arnir og malarhjallarnir nálgast svo hver annan, að
því nær ekkert undirlendi verður með ánni; bæirnir
standa sumir hátt á hjöllum, sumir f skotum og
skvompum milli melhólanna. Nálægt Þverá í Fnjóska-
dal biýst áin vestur úr fjöllunum og á svæðinu þar
austur af eru ákafiega miklir melhólar, háir sem
fjöll og liálsar; þar hafa að öllum líkindum jöklar
mætst úr 3 áttum, aðaljökullinn hefir gengið át
Fnjóskadal, en svo hafa tveir jöklar mætt honum
hér, annar úr norðri af Flateyjardalsheiði, hinn ár
austri úr Gönguskörðum ; þar sern jöklarnir mættust,
hefir mestalt grjótið, sem þeir báru, orðið eftir og
hinir stóru melhólar sköpuðust.