Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 96
90
því helmingur allra tastéignarlána nii úr landsbank-
annm.
Afborgunarlcjör þau, sem nærfelt helmingur
allra veðlánanna landsins hafa nú, sem sé veðlán
landsbankans, eru fyrir flest þeirra, £> á úri, og ligg-
ur í augum uppi, eptir þvi sem landbúnaði vorum
er háttað og öðrum atvinnugreinum, að menn eru
ekki færir um að greiða svo háar afborganir stöð-
ugt árlega, enda er reynsla bankans sú, að hann
hefir orðið að veita mjög mörgum skuldunautum sin-
um frest með afborgun — nokkuð að sjálfsögðu mis-
munandi, eptir því hvernig árað hefur, markaður
hefur verið fyrir afurðir landsins o. s. frv. Þótt
bankinn hafi á þennan hátt test jafnvel um of pen-
inga sína, og fyrir því opt lent i peningaeklu vissa
mánuði ársins, hefur hann þó neyðst til, að sýna lán-
takendum vægðarsemi á þennan hátt, þar sem hanu
hefur orðið að viðurkenna, að það er otvaxið kröpt-
um flestra bænda, að borga lán sín að fullu á svo
stuttum tíma. Þessari vægðarsemi er það að þakka,
hve fáar fasteignir landsbankinn hefur látið selja
fyrir veðskuldum.
Flestir aðrir sjóðir en landsbankinn munu aft-
ur á móti eigi áskilja neina fasta árlega at'borgun
af fasteignarlánum sinum,1 en á þeim lánum er aft-
ur sá hængur, að þeim má segja upp með liálfs árs
fyrirvara. Iivort sem lánardrottinn notar þennau
rétt sinn fyr eða síðar, eru slílc lán að ýmsu leyti
óeðlileg og varhugaverð. Lánardrottinn þarf að hafa
sérstakt eptirlit með veðum fyrir slikum lánum, eí
1) Yiðlagasjóður mun þó á síöari árum hafa veitt nokkuð
af veðlánum með fastri afborgun og breytt fáeinum af binum eldri
föstu lánum sinum i afborgunarlán. Andvirði þjóðjarða, er seldai'
hafa verið, er og borgað með vissum hluta árlega.