Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 53
47
Frumvarp þetta þótti allóljóst og óákveöið; en
svo mikið mátti þó fyrir vist af því sjá, að breyting
sú, er það fór fram á að gjörð væri á 3. gr. stj.skr
uni ábyrgð ráðberrans, var alveg samhljóða breyt-
iugartillögu landshöfðingja, og þar sem hann átti að
ntæta á alþingi mátti gjöra ráð fyrir, að hann hefði
ekki öðrum stjórnarstörfum að gegna. Flutnings-
naaður lýsti því vfir við 1. umræðu málsins, að hann
flytti þetta frumvarp í samráði við ráðherra Islands,
og aö hann, ráðherrann, myndi fús á að ganga að
þeim breytingum, er það færi fratn á ; kvað hann
landshöfðingja mundu liafa fengið umboð hjá stjórn-
inni til að lýsa þessu yfir fyrir þinginu ; kannaðist
landshötðingi við það, og um leið og hann gaf þá
yfirlýsing kvað hann meiningu frumvarpsins vera
þá, að sérstakur ráðherra yrði skipaður fyrir ísland,
erekki hefði öðrum stjórnarstörfum að gegna, ogskildi
og talaði íslenzka tungu. betta kvað hann stjórnina
tnundu samþykkja, ef þingið gengi að breytingu
þeirri, er frumvarpið gjörði á 61. gr. stjórnarskrár-
innar. Flesta furðaði mjög á þessari aðferð stjórn-
arinnar, og töldu hana allt annað en þinglega. I
sömu andránni, sem lnin synjar allrar áheyrnar um
þetta mál, og gefur enda fulltrúa sínum hálfgild-
ings-ofanigjöf fyrir tillögur hans, lætur hún einstak-
an þingmann flytja hinar sömu breytingartillögur
inn á þingið og fulltrúi hennar hafði skömmu áður
lagt til við hana að gjörðar yrði á stjórnarskránni,
en sem hún þá taldi byggðar á misskilningi. Þessi
aðferð var bæði ókurteis við þingið, og einkum við
fulltrúa stjórnarinnar, og er þess ljóst dæmi, hversu
lítils stjórnin í Danmörku metur umboðsmann sinn,
landshöfðingjann yfir íslandi, þegar því er að skipta.
bað mun nokkuð hafa stafað af' þessarí aðferð, að