Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 31
25
hafi ekki látið prenta eitt einasta kvæði eptir sigr
en úr því fer hann að smá láta Jón Guðmundsson
fá kvæði i Þjóðólf. Og þar man eg fyrst eptir, að
eg veitti eptirtekt kvæðum hans sem Skúlaríma var
lesin á palli á Þjóðólf veturinn 1872, en þá voru
ýmsar af vísum hans, sem ekki höfðu enn verið
prentaðar, að verða kunnar — eða voru orðnar það
víðsvegar út um land, svo sem Sprengisandsvísur og
fleira. Allur þorrinn af kvæðunum, sem prentuð eru
í síðara ljóðasafninu (1895), mun vera ortur eptir
1880, en þó eru í þvi, að minnsta kosti, tvö kvæði
frá æskuárum. Er allt, sem bendir á það, að hann
hafi ort mest i elli sinni, eða þá að öðrum kosti fág-
að upp kvæði, sem hann liafði kveðið fyrri og ekki
frá sér látið. Var hann óbágur á það að breyta
kvæðum sínum, jafnvel þótt þau hefði áður verið
prentuð, ef honum fannst sér detta eitthvað betra í
lntg síðar, og hefir hann fvllilega kannazt við það,
að enginn er fæddur með formenskunni: nenio nasci-
tur artifex. Vandlætið fullkomnar listina. 1895 og
1896, tvö síðustu árin, sem hann iifði, lét hann mörg
kvæði í biöð og timarit, Sunnanfara, Fjallkonuna og
Kirkjublaðið, eptir að síðara kvæðasafnið kom út.
Grímur var tæpur mcðalmaður á hæð og svar-
aði vöxturinn sér, grannur aö holdafari og fölur í
andliti, en þó hraustlegur, og sýna rnyndir af hon-
'ini vel yfirbragð hans, léttur á fæti, kvikur og fjör-
legur í öllum hreifingum og beinn í vexti allt í elli
flara, öi lyndur og geðríkur, og mikið í skapið spunn-
ið, og ekki bláþráðótt, og stillti hann því víst opt;
mýktiht það og mjög með aldrinum; að yfirborði
sýndist hann ekki viðkvæmur, en undir niðri voru
þó dýpri tiifinningar en hjá mörgum þeim, sem meira
lætur á tilfinningum síuum bera, og varla munu