Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 240
234
ur oft magur fiskur, tannber, oft með netaförum
(úr Faxaflóa), en er kallaður vestanganga, at' því
að hann kemur inn með nesinu. Sé síld með hon-
um, er hann feitur. Þegar kemur fram í 1. viku
sumars, eru hrogn og svil rennandi (þroskuð) í
þorski, einkum i vestangöngufiski, og víst líkaídjúp-
fiski.
I Keflacílc rétt fyrir innan Sand er nokkurt út-
ræði. í fyrra vetur gengu þaðan 5 áttæringar,
með 9 á. Veiðurn hagar eins tii og á Sandi, og
fiskimið sömu.
1 Rifl er nú lítið útræði, en fyrir 40 árum
gengu þaðan 18 skip, og Lárus Skúlason man eftir
12. Aðalorsökin ti) þessarar afturfarar er, að Rifs-
ós er nú ófær skipum (sjá síðar).
í Ólafsvik hefir útræði aukist töluvert á síðari
árum. Þegar L. Skúlason man fyrst eftir, gengö
þaðan 6 bátar. 1896 gengu þaðan 8 áttæringar rneð
72 mönnum um vetur, 12 fjögramannaför með 48
mönnum um vorið, 5 sexæringar, og 11 fjögramanna-
för með 74 mönnum á um haustið, og öttuðu 4000
þorska, 17800 smáfiska og 16100 af ýsu. Veiðar-
færi eru öll liin sömu og á Sandi og beita, nema
hrognkelsaræksni eru brúkuð hér, því hrognkelsi
eru veidd, en menn hafa þó reynt að gjöra samtök
til að banna þau, en það hefir því betur ekki tek-
ist. Kræklingur er helzta landbeita, og er sóttur
undir Búlandshöfða. Aða er og uokkur og kúske)
hafa menn veitt nokkuð síðustu ár. Smokkur er
sjaldgæfur, en rekur oft í Rifi. Sandsíli er oft mikið,
en ekki veitt. Sild kemur oft, en hefir ekki verið
veidd til þessa. Djúpmið liggja l*/a—2 mílur undan
landi á brún Kolluáls á 60—80 faðma dýpi. Botn er
viðast sendinn með hraunsnögum á milli. Um hsk-