Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 236
230
haustin hafa aldrei komið göngur j Hellnasjó. Ýsa
kemur nú aldrei (ýsulóð heldur aldrei brúkuð); stein-
bít og keilu er lítið af. Á vorin hafa oft komið
flyðrugöngur og skata, en bœði þær, smálúða og
langa segja menn að hafi nálega horfið, bæði hér og
út með Nesinu, síðan lóðagufuskipin ensku komu.
Þau hafa 5 síðustu árin lagst hér mjög að og fiskað
oft »uppi í landsteinum,« einkum í norðanátt og á
helgidögum En nú hverfa þau þaðan aftur. Botn-
vörpuskip koma þar ekki, enda er lftíð um kola, og
botn óhæfur fyrir vörpur. Hákarlsafli er nokkur
eftir nýár; þá er róið á 6- og 8-æringum (d skip
frá Stapa og Hellnum) og hafa menn fengið alt að
80 kútuin lifrar til hlutar. Þorskur sá, er héraflast,
er ýmist saltaður eða hertur; sá harðflskur, sein
leggja á inn í kaupstað, er kviðflattur (plattfiskur),
en sá, sem seldur er sveitamönnum, hnakkaflattur.
Öldungurinn Olafur bóndi í Skjaldatröð á Helln-
um gaf mér góðar upplýsingar um, hvernig fiski-
göngur höguðu sér í Stapa- og Hellnasjó áður en
fiskileysið byrjaði. Fyrstur kom hákarlinn, um og
eftir jól ; þvi næst flyðra, með góutungli, og í góu-
straumana loðnu- og þorskgöngur; þær komu oftast
inn tneð nesinu (vestanmeð ?), og þegar þær lögðust,
urðu þær drýgstar til afla. Með sumartungli komu
gotgöngur, stundum sunnan vfir fióa úr Akranes- og
Garðsjó, og kölluðust austangöngur, en oft komu og
vestangöngur af sains konar fiski. Þessar göngur
fóru 5—6 vikur af sumri, að menn héldu til hafs
eða vestur fyrir. Þegar þorskurinn fór, kom ýsan,
og um Jónsmessu mikið af lúðu, skötu og smálúðu
(flóka). Ekki gátu menn séð neinar orsakirtil þess,
að fiskurinn lagðist frá. Frakkar voru áður tlðir,
en lögðust frá með fiskinum, en á síðari árum hafa