Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 66
00
ekki og heföi ekki þótt nógu Ijós, og því ræki nauð-
syn til að skýra hana. En þeim, sern það halda,
skjátlast mjög. Meiri hluti nefndarinnar, allt þingið,
öll þjóðin og fulltrúi stjórnarinnar telja þessa 1. gr.
stjórnarskrárinnar, sem riú kostaöi svo mikið að fá
skýrða, svo Ijósa og skýra, sem þörf sé á. íslend-
ingar hafa heldur aldrei verið í minnsta vafa um
það, að sú venja stjórnarinnar, að láta bera sérmál
íslands upp i hinu danska ríkisráði, væri allsendis
gagnstæð 1. grein stjórnarskrárinnar eða þeintákvæð-
um hennar, að Island »hefði stjórn sína og
Jöggjöf út, af fyrir sig,« og því ekki byggð
á öðru en hreinu og beinu valdboði stjórnarinnar. I
öll þau ár, sem þessi stjórnarvenja hefir haldizt, eða
síðan 1874, hafa Islendingar hátlðlega mótmælt þess-
ari stjórnarvenju, bæði á alþingi og utan þings, í
ræðu og riti. Eu það hefir víst engum lifandi manni
komið til hugar, að þessi venja yrði afnumin með
því að breyta 1. gr. stjórnarskrárinnar eða skýra
hana. Slíkt er líka í meira lagi barnalegt, bæði
þegar litið er til þess, að allir telja greinina nógu
ljósa, og svo hius, að stjórnin myndi síðúr en ekki
samþykkja nokkra þá breyting eða skýring, er henni
þætti fara í bága við þessa stjórnarvenju, meðan
liún vildi halda henni. En á hinn bóginn var og er
stjórninni innanhandar, að hætta þessari venju, hve
nær sem hún vill ; til þess þarf hún onga stjórnar-
skrárbreyting. Islendingar standa liér með skýr og
ljós iög í höndunum gagnvart valdboði og ofríki
stjórnarinnar. Hér þarf því vissulega enga stjórn-
lagabreyting eða stjórnarskrárskýring, til að fá
þessa venju afnumda, heldur að eins að fá stjórnina
til að hætta henni, sannfæra hana um ólögmæti
hennar.