Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 147
141
klöppuni, stærstar og tilkoirmniestar eru þær hjá
^lísstöðum, sumar rákirnar jafnvel fets breiðar, en
Wtölulega grunnar. Þessa daga gengu rigniugar
öáklar og nóttina milli 15. og 16. júli var úrhellis-
rigning, svo allar sprænur urðu kolmórauðar og vit-
iHusar. Næsta dag ætlaði ég yfir Öxnadalsheiði, en
Varð að snúa aftur sakir vatnavaxta, Norðurá var
^olmórauð og tvöfalt meiri en vanalega, svo menn
Sem ætluðu yfir hana niðri á eyrunum urðu að snúa
aftur. Eins og alkunnugt er, eru í Norðurárdaln-
Urtl stuttar þverár, slæmar yfirferðar í vatnavöxt-
Urn, Valagilsá er þeirra mest og verst, en nú er
^1111 brúuð, svo hún er eigi til tarartálma, aftur á
^óti stóð Kotá, lítii spræna, svo t'yrir, að við kom-
umst ekki vfir hana. Sjái maður slíkar smáár og
^Íallagil í vexti, er auðséð, hve miklu þau geta kom-
^ til leiðar; þegar lítið er í þeim, er annars varla
skiljanlegt, hve mikið smásprænur þessar geta af-
rekað, sorfið djúp gljúfur þvert í gegnum há fjöll
°S borið grjót og urð niður á sléttlendi. Kotá renn-
Ur úr þverhníptu gljúfri um björg og stórgrýti
eillt niður í Norðurá, vanalega ber ekkert á henni,
etl nú var hún í einu fossfalli og urgurinn í hnull-
^o&unum heyrðist glögt gegnum straumhljóðið, þó
töaður stæði kippkorn frá, og stundum hentust
nofastórir hnullungar hátt upp úr vatninu. Þar
^ar engri skepnu fært yfir, en næsta dag var
aupið úr henni, svo þá var hún svo meinlaus sem
ó'est mátti verða. Næsta dag fórum við yfir Öxna-
^alsheiði og var þá mikið hlaupið úr ánum, en þó
'rar Norðurá mikil enn. Norðurárdalur er mjög
angur og heldur áfram alt til Hörgárdals sem lægð
1 fJöllin. Fjöllin kringum Öxnadalsheiði eru mjög
Suudurskorin af djúpum dölum, giljum og gljúfrum;