Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 134
það heitast urn miðju tjarnarinnar, svo lítill kuldi
fanst á bert hörund, en ískalt syðst.<t
Næstu nótt gistum við á Tjörn og fórum dag-
inn eftir yíir Reykjaheiði í Olafsfjörð. Við fórum
fram hjá Böggversstöðum, sem ieið liggur ; þar er á
sandinum norður af þorp af þurrabúðmn og salthús-
um og útræði töluvert. Böggversstaðadalur liggnr
upp að heiðinnj; hann er langur og mjór og góð beit
í honum ; þar hafa Svarfdælingar búsmala sinn; vorn
þar kýr raargar, hestar og fé, hópur af smaladrengj-
um og urmull af hundum, sem lög gera ráð fyrir.
Fyrir botni dalsins eru skafiar miklir upp undir
brúnir í skálmynduðum dalbotrii; áin, er rennur eftir
dalnum, er ströng og grýtt. Upp á Reykjaheiði et’
farin brött brekka inst í dalnum á hægri hönd og
farið þar fyrst vfir ána. Þegar komið er upp fyrir
hlíðina, taka við botnar og hjallar, stórir skaflar og
aurar á milli. Efst á heiðinni er farið gegn um rajótt
skarð, sem ekki er nema 20—30 faðma breitt; skarð-
ið liggur 2824 fet yfir sjó. Utsjónin um fjöllin f
kring og fjöllin við Ölafsfjörð er stórfengleg og vetr-
arleg; alstaðar sjást hrikalegar hamrahlíðar, hvassar
eggjar og strýtur, en gamlir hjarnskafiar með ný-
snatvi ofan á í botnum og hvilftum ; hér er alstaðar
líflaust og gróðurlaust, nema hvað einstöku jöklasól-
eyjar hí'ma milli steina. Niður heiðina Ólafsfjarðar-
megin var vegurinn svipaður, botnar og hjallar,
skaflar, aur, hellur og stórgrýti. Þegar snjó þrýtui’
kemur allmikill gróður, og í höllum heiðarinnar eru
víða í graslautum stórir burknaskúfar. DaÍhvilfti°
upp af Ólafsfirði er reglulega mynduð, brúnirnar
beinar og dalurinn eins og skorinn með bjúgþnin
niður í gegn um blágrýtis-lögin ; fjöllin eru um 3000
fet á bæð og sumstaðar nokkuð betur, blágrýtis lögi't