Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 247
241
ur hann þær fraraanverðar og rífur af þeim beltin,
og rekur oft við Breiðafjörð þannig selrifnar fiyðrur,
jafnvel inn í Ilvammsfirði. Hafiiði sál. í Svefneyjum
segir (Suðri II, 19), að selurinn sæki þar til botns á
40—50 faðma dýpi. Hrognkelsaveiðar eru stundaðar
töluvert bæði í eyjunum og við Gilsfjörð og Hvamms-
fjörð. Þannig er (samkvæmt skýrslu Skúla Sivert-
sens) nokkur veiði í Purkey, Hrappsey, Brokey,
Yxney, Olafsey, Gvendareyjum og Geitareyjum,
sæmileg í Arney, góð í Langey fremri, og mikil í
Rif'girðingum. Við Hvammsfjörð er hrognkelsaveiði
að eins á Skarðstöðum á síðari árum og góð í Dag-
verðarnesi, einnig víða við Gilsfjörð, t. d. í Tjalda-
nesi, Stórholti mikil og á Reykhólum. I Saurbænum
eru þau oft veidd á þann hátt, að þau eru tekin
þar sem þau fjarar uppi á leirunum. LAturselur
gjörir mjög mikil spell á hrognkelsum, rifur af þeim
hveljuna og étur svo fiskinn ; segir Hafliði, að selur-
inn hafi spilt mjög þessum veiðum í Saurbæ, og að
hann éti og ekki litið at þyrsklingi. Fiskiveiðunum
í úteyjum hefir fari aftur A síðari tímum, t. d. í Bjarn-
eyjum og í Oddbjarnarskeri var áður útræði, sem
löngu er hætt (Eggert Ólafsson segir, að þar gangi
30 — 40 bátar, með 5—8 mönnum á, á vorin). Aður
var mikið um sel á þeim slóðum, en nú lítið.
Fiskur gengur seint inn á milli eyjanna, þann-
ig í »Álana« norðan við Bjarneyjar ekki fyr en í apríl-
Rk. Lúðan heldur sig helzt þar, sem straumar eru,
eins og henni er títt. Hrognkelsin ganga þar um
hkt leyti og annarsstaðar, o: í apríl. í Hvamms-
hrði innan til verður vart við flyðru, háf, síld og
sili (sandsíli). I hitt eð fyrra varð V. Garde var við
sild þar, en hún stóð stutt við. Ekki vita menn,
hvort koli sé þar, en líklegt er það, þar sem svo
16