Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 154
148
hesta. Riðum við síðan í'rá Geldingsá í Eystri-Polla
í tungunni milli Geldingsár og Jökulsár eystri. Við
Eystri-Polla er hagapláss nokkuð (2139 fet yfir sjó), #
þar eru tjarnir og mýrar og í mýrunum stórar þúf-
ur, er menn kalla »rústir« ; stör og fífa vex i kring
um tjarnirnar og milli þúfna, en laufgróður nokkur
á rústunum. Við tjölduðum i húðarigningu um kveld-
ið: var kalt um nóttina, þoka, rigning og hvass-
viðri.
Skamt fyrir vestan Eystri-Polla rennur Jökulsá
eystri í djúpum farvegi, og takmarkast hún að vest-
an áf hálshryggjum, sem eru 2—400 f'et á hæð; við
ána eru dólertíklappir, en möl ofan á ; milli dólerít
laga er sumstaðar móberg, og kemur það fram hér
og hvar, eins og mórauðir ryðblettir tii að sjá. Ofan
á hinu fasta bergi liggja víðast hvar þykk malarlög
og stórir jökulnúnir steinar eru hér og hvar ofan á
mölinni; þeir eru fiestir að ofanverðu líka vindnúnir,
á þeim gljáandi skán og smáholur, eins og yfirborðið
sé bólugrafið. A melum, urðum og klöppum á há-
lendi Islands eru slík vindför mjög algeng; hvass-
viðrin, sem þar eru svo tíð, þeyta roksandi og srná-
grjóti um háslétturnar með fieygif'erð, og af' sífeldum
núningi smásteinanna fægjast stórsteinar og klapp'1'
þeim tnegin, sem upp snýr. Á melasléttum eru líka
ótal sprungur í jarðveginum, sem f'rostið gjörir, og
skifta þær of't melunum í ótal tigla og marghyrningil’
en smásteinar fjúka ofan í sprungurnar; milli steiO'
anna er hlé, svo jurtir eiga hægra með að festa
rætur en á bersvæði, og mestur hluti þess jurtagróð-
urs, sem til er á slíkum melum, vex eingöngu 1
sprungunum; á melunum fram með Jökulsá vorö
engar aðrar plöntur en geldingalauf og gelding11'
hnappar. Fram með kvíslunum, sem renna í Jðk-