Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 85
íyrir að leita að röksemdunum fyrir þessari þungu
ákæru í sjálfu frumvarpi efri deildar, úr því að sam-
Þykkt þess á að stofna landinu í þennan bersýnilega
v°ða. Hvað stendu r svo í frumvarpinu? Meginá-
kvæði þess eru skipun sérstaks ráðherra fyrir ís-
land, er ekki hafi öðrum stjórnarstörfum að gegna,
skilji og tali íslenzku og beri ábyrgð fyrir þinginu
a öllum stjórnarathöfnum sínum. í frumvarpinu er
ekki eitt einasta orð, er bendi á það, að íslendingar
.látist undir afskipti ríkisráðsins af sérmálum sínum.
^essi afsals- og innlimunarkenning verður því flest-
Urn víst enn óskiljanlegri eptir að þeir hafa iesið
frumvarpið. Hér þarf því að leita annara bragða,
«1 að gjöra þjóðinni skiljanlegt hið þinglega ódæði
þessara þingmanna, og brágðið er, að byggja innlim-
Unina og afsalið ekki á þvi, sem stendur í frumvarp-
lnu, heldur á því, sem elclci stendur þar, og hvorki
Verður lesið út úr orðum þess, hugsun þess, eða sam-
kandi þess við stjórnarskrána, þau lög, er það er
kreyting á. — Það er hinn optnefndi ríkisráðsfieygur,
sem hér keniur enn í góðar þarfir. Af því að þessa
iögskýring neðri deildar vantar í frumvarp efri deild-
ar> þá er það afsals- og innlimunarfrumvarp. Það
er með öðrum orðum, að af því að efri deild samþykkir
bfevtingar á 2., 3., 8., 19., 25. og 34. gr. stjórnar-
skrárinnar, sem gengu í þá átt, að taka stjórn sér-
fnála vorrn af dómsmálaráðherranum danska og fá
Þau í hendur sérstökum ráðherra fyrir ísland með
iullri ábyrgð allra sinna stjórnarathafna, án þess að
breyta eða skýra 1. gr. stjórnarskrárinnar, er allur
landslýður telur fullskýra, þá innlimar efri deild ís-
lanú i Danmörku. Mikil er Diana Efesusmanna,.
’mkil er þessi lögskýriug, og það í lögum, sem engr-
ar skýringar þurfa, að af vöntun hennar skuli leiða