Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 210
204
ljós, en veiðist þó hvortveggja saratímis. Veitt er
á vorin og haustin í lagnet (möskvavídd l1/*") v’ið
landið frá Bárustöðum og Vatnshamri. en að eins
nokkur hundruð árlega. Fyrir 30 árum er sagt, að
veiðin hafi verið meiri (betur stunduð ?). Mér var
sagt, að silungshrogn ræki upp úr vatninu í storm-
um, en það eru vist smásiorpungar1 (noxtoc) en ekki
hrogn. Himbrimi verpur þar í hólma. Vatnið legg-
ur alveg á vetrum. Fyrir nokkrum árum var mikið
veitt í vök. Skamt frá þessu vatni eru 2 lík vötn,
) ^ Grímfstaða- og Bergljótarvatn, en í þeim er enginn
' silungur.
SJcorradalsvatn er stórt vatn (l'/s -2 mílur að
lengd), en mjótt, með skógi vöxnum hlíðum beggja
vegna. Feddersen lýsir því nokkuð í skýrslu sinni.
Eg kannaði norðvesturenda þess, þvi hvassviðri og
slæmur bátur hömluðu mér frá, að kanna það betur.
Meðfram landi er möl, en úti í því á 2—2‘/a faðma
dýpi, harður leirbotn, með vatnax- og þúsundblaðs-
gróðri. Sagt er, að mest dýpi sé 30 faðmar. Hitinn
var 8.5° bæði i yfirborði og við botn. Smádýralif
ríkulegt, kuðungar, mý lirfur og hornsíli, og kring
um vatnið mikið mýbit. Samkvæmt því, sem Pétur
á Grund sagði mér, veiðist að eins bleiJcja í því, «n
hún er þrenns konar: vanaleg bleikja (eg sá eina
14" langa, na^rri pds þunga), blásilungur, dökkrauð-
ur á kvið, með hvita ugga, dökkur á baki, og stór,
kemur á haustin upp á grunn og er mjög tregur á
dorg (er eftir þessu að dæma riðsilungur); og birt-
ingur, ijósari á lit en bleikja (= depla eða murta?).
Eg veiddi eina bleikju í Andakílsá, þar sem hún
rennur úr vatninu. Hún var 17" löng; í maganum
1) Sjú Andv. ’97, bls. 105.