Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 108
102
synlegt væri, að skylda landsbankann til, að inn-
kalla árlega og innleysa vissan bluta vaxtabréfa
sinna, því að slíkt hefur í för rneð sér aukakostnað
og aukafvrirhöfn. Það raundi og mörgura vaxta-
bréfaeiganda þykja það galli á þeim bréfura, að
þurfa árlega að hafa gætur á slíkum auglýsingum í
blöðunum og senda, þegar tii kærai, vaxtabréf sín
til innlausnar. Til þess útheiratist og, að vaxtabréfin
verði gefin út í mörgum deildura. En þetta virðist
alls ekki vera nauðsynlegt. Öll stjórn landsbank-
ans stendur undir yfirumsjón og eptirliti frá hálfu
landsstjórnarinnar og er henni því innanhandar að
gæta þess, að bankinn vanbrúki ekki heimild þá,
sem hann fær til að gefa út vaxtabréfin og gæti
þess, að hafa aldrei úti of mikið af þeim. Hins veg-
ar ætti bankinn að hafa helmild til, að innkalla
vissan hluta vaxtabréfanna, þegar svo kæmi f'yrir,
að hann gæti ekki á annan hátt fullnægt þeim regl-
um, sem honum væru fyrirskipaðar.
Jeg skal að lokum benda á, að nauðsynlegt er,
að vaxtabréfin hafi einhverja aðra trvggingu á bak
við sig heldur en nafn landsbankans einungis, ekki
sizt ef hugsað er til, að þau gangi án afifalla er-
lendis. Lánsfélög (Kreditforeninger, Kreditkasser)
tryggja vaxtabréf sin á þann iiátt, að lántakendur
eru skuidbundnir einn (yrir alla og allir fyrir einn
með trygging í tasteignum þeim, er þeir veðsetja
lánsfélaginu, að ábyrgjast fullt verð vaxtabréfanna;
þar að auki ábyrgist ríkiö stundum vaxtabréfaeig-
endum fulla vexti af þeim (sbr. lánsfélagsfrumvarp
stjórnarinnar 1881). Líkt fyrirkomulag er einnig hjá
hinum svonefndu »Kreditkasser.« Veðbankar (hypo-
tekbankar) aptur á móti haga tryggingunni annað'
hvort á þann hátt, að tryggingarsjóður og stofnfé er