Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 92
geta safnað Islendingum í þétta fylkingu um hinar
fyllstu sjálfstjórnarkröfur þeirra þá hefði þó þessi
stjórnarbót orðið ti! þess, að bjarga sjálfstjórnarmál-
inu úr þeirri óreiðu og glundroða, sem það nú er
komið í, og sameina aptur kraptana til öfiugrar fram-
sóknar i baráttunni fvrir landsréttindum Islands; og
mætti þá segja, að hún hefði orðið að miklu gagni.
En andstæðingar þessarar stjórnarbótar eiga eptir
að færa nokkrar sennilegar ástæður fyrir því, að
Islendingar séu engu bættari með þessum breyting-
um á stjórnarskránni, og meðan svo er, verðum vér
af því, sem að framan er sagt, að telja það miklu
líklegra, að Islendingar standi miklu betur að vígi
með að fá frekari viðurkenning hinna sérstöku lands-
réttinda Islands, eptir að hafa áður fengið þessa
stjórnarbót, en þeir nú gjöra.
Stjórnin hefir nú eptir margra ára þvergirðings-
skap i þessu máli lýst því yfir, að henni væri áhuga-
mál að koma á allverulegum mnbótum á stjórnar-
skipun Islands. Þótt Islendingar yrði at' þessum um-
bótum á síðasta þingi, þá má gjöra ráð fvrir', að þær
verði aptur í boði. En þá ríður á því f'yrir íslenzku
þjóðina, að láta ekki blekkjast af neinurn bábyljum,
lokleysum, öfgum éða æsingi í þessu máli, heldur
taka þeim umbótum, sem í boði eru, að óslepptum
öllum öðrum kröfurn sínum. Það er betra, að kom-
ast nokkuð áieiðis með lagi og stillingu, þótr, ekki
vinnist allt í einu, en að hjakka í sifellu 1 sama
farið, án þess að laga sig nokkuð eptir breyttum á-
stæðum og atvikum. Með því að nota hvert tæki-
færi, er býðst, til að komast eitthvað áleiðis að sjálf-
stjórnartakmaikinu, þá ná íslendingar fyr eða síðar
takmarkinu; en með hinni aðferðinni er hætt við, að
þeim miði lítið áf'ram, eða öllu heldur þokist aptur