Andvari - 01.01.1898, Blaðsíða 239
233
(þá eingöngu) og vor, og haukalóðir með 20—40
önglum nr. 2, fyrir stærri íisk (lúðu, löngu og skötu).
Til beitu er eingöngu liöfð flskbeita ýmis konar og
maðkur. Sjávarbotninn er hraunóttur mjög og gjörir
örðugt að nota lóðir ; dýpið er mikið, í dýpstu fiski-
leitum (á Brúnum) 1 mílu undan landi, 60—90
faðmar. Þaó er í suðurbrún Kolluáls, er gengur inn
með Snæfellsnesi frá aðaldjúpinu og inn undir Breiða-
fjarðareyjar. Straumar eru hér mjög harðir, svo
stundum fara jafnvel 120 faðmar út, þegar legið er
á 20 faðma dýpi, og í stórstrauma þýðir ekki að
róa fvr en undir fjöru. Skip eru bæði hér og í
Olafsvík með Breiðafjarðarlagi, stór og vönduð, með
skautasegli. Ivoli er töluverður, en ekkert hirt um
hann, hrognkelsi einnig, en ekki veidd, vegna þess,
að sjór er svo ókvrog botn slæmur. Síld verður oft
vart við, úr því vika er af sumri, á haustin undir
réttir og stundum á sumrin. Hún hefir ekki verið
Veidd, en Lárus liefir gjört tilraunir til að veiða
hana í lagnet, en ekki lánast, þvi netin voru lögð
þvert fyrir strauminn, í stað þess að leggja þau
eftir straumnum. Keilu er mikið um, en litið um
hana skeytt. Langa er að þverra. Hákarli er og
hóg af, en ekki veiddur, þó það mætti vel. Lóða-
gufuskip eru sjaldgæf í Sandsjó.
Lárus fullyrðir, að fiskur sé alt af þar í sjó,
dt'agi sig út í álinn, þegar ilt veður er í vændum,
°g komi upp á grunnið þegar batnar; það er kallað
Þegar norðanskot gjörir á jólaföstu, með
^—10° kulda, hverfur fiskur úr Olafsvikursjó í Sand-
djúpið og aflast þar vel; það er nefnd »innanganga«
e-ða »framsldttur«. Bezt fiskast þegar kaldur er
Vetur. Loðnuhlaup koma oft utan fyrir og þá fæst
a'drei fiskur um tima á eftir. Viku af sumri kem-