Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 77

Fréttablaðið - 12.09.2009, Page 77
LAUGARDAGUR 12. september 2009 45 Um miðjan september verður opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin tengist opnun Listamesssunnar í Höfn sem hefst um næstu helgi. Í tengslum við hana gefur bókaútgáfan Crymogea af þessu tilefni út bókina Blóma- landið þar sem sýnd eru öll verk sýningarinn- ar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundur ritar burð- arritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi lista- sögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, list- fræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, og ritar hún inngang að bókinni sem er hönn- uð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð. Bókin er „lífræn“ í umfangi og stærð, nánast engar blaðsíður hennar eru jafn stórar, í henni eru fjórar stórar „útfellur“ (fold-outs) og handbundin saman með þræði. Það er prentsmiðjan Prentmet sem prentaði bókina og batt hana inn. Þær Hildigunnur og Snæfríð hafa áður hannað bók um verk Eggerts sem kom út í tilefni af yfirlitssýningu hans á Kjarvals- stöðum árið 2007 og bókina Flora Islandica, safn teikninga Eggerts af íslenskum háplönt- um, sem Crymogea gaf út 2008. Fyrir hönnun þeirrar bókar hlutu þær verðlaun í flokki grafískr- ar hönnunar fyrir prentmiðla í árlegri sam- keppni FÍT og silfurverðlaun í flokki bóka og bæklinga í samkeppni evrópskra hönnuða, Art Directors Club of Europe, í Barcelona í júní 2009. Sýningin á verkum Eggerts í Nordatlantens Brygge stendur frá 17. september 2009 til 3. janúar 2010. Öll verkin eru olíumálverk og unnin á síðustu tveimur árum. Fyrir verk sín hefur Eggert öðlast ýmsar viðurkenn- ingar, til dæmis silfurverðlaun Carn- egie Art Award árið 2006 og unnið sér sess sem einn kunnasti og dáðasti samtímalistamaður Íslendinga. Bókin er á þremur tungumálum: íslensku, dönsku og ensku. Kim Lemb- eck þýddi textana á dönsku og Anna Yates á ensku. Bókin er til sölu í bóka- búðum á Íslandi og í Danmörku og fæst einnig hjá útgefanda, Crymogeu, í verslun forlagsins að Barónsstíg 27. - pbb Eggert á Íslandsbryggju MYNDLIST Eggert Pétursson sýnir í Höfn um komandi helgi. Fyrirtækið Geneva Free Ports & Warehouses Ltd, hefur um langt árabil starfað sem tollvöru- geymsla þar í borg sem sérhæfði sig í geymslu listaverka. Húsnæði þess var undanskilið tollafgreiðslu og þangað mátti flytja og geyma listaverk sem voru á ferð í önnur heimshorn. Í maí lokaði ríkis- stjórnin í Sviss þessari aðstöðu þannig að nú er ekki lengur skjól í miðri Evrópu til að geyma verð- mæti án tollafgreiðslu. Markaður- inn lætur ekki að sér hæða og eru þegar komin svipuð fyrirtæki á kreik í Asíu samkvæmt fréttum á Artprice. Það voru einkum uppboðshús, gallerí og safnarar sem notfærðu sér aðstöðuna í Sviss. Þar hafa yfirvöld nú hert reglur svo skrá verður góssið, verðmæti, hvaðan það kom og hvert það fari. Er það gert til að torvelda flutning milli landa á þýfi, bæði frá stríðshrjáð- um löndum og líka úr grafar- ránum og stuldi á forngripum. Alþjóðleg skrá um týnda listmuni fylgist náið með gripum sem hverfa með skrám sínum. Þegar eru áætlanir um að opna svona tollfrí svæði víðar en í Asíu: þannig ætla Frakkar að opna slíkt svæði á eyjunni The Art Loss Reg- ister, á database Seguin í París og þar má geyma listaverk svo fram- arlega þau eigi ekki að fara út úr löndum Evrópusambandsins. Er litið á þetta í listaheiminum sem örvæntingarfulla tilraun til að styrkja löngu horfna stöðu Frakk- lands sem forysturíkis í listum og listaverkasöfnun. Þannig tapaði Frakkland þriðja sæti sínu sem mesta listaverkaþjóð heims til Kína 2007. Asíumarkaður í lista- verkasölu er stöðugt að stækka. Nú ætla yfirvöld í Singapúr að stofna frísvæði til geymslu á list- munum í lok þessa árs. Svæði sem þessi eru yfirleitt notuð til geymslu á listmunum með vafa- saman uppruna og óljósan feril og líklega ólöglega eigendur. - pbb Falið þýfi MYNDLIST Ópi Munchs var stolið en það komst aldrei á þýfimarkaði. Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á síðunni Gogoy- oko.com. Platan kemur í verslan- ir þann 21. september en þangað til verður eingöngu hægt að kaupa hana á stafrænu formi á síðunni. Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á 4,50 evrur hver, eða um 800 krón- ur. IV var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði og í Tuff Gong og Harry J Studio á Jamaíku í vor. Á Jamaíku fékk hljómsveitin til liðs við sig ýmsa þaulreynda inn- fædda tónlistarmenn sem setja sitt mark á lopapeysureggíið sem Hjálmar eru þekktir fyrir. Hjálmar á Gogoyoko HJÁLMAR Fjórða plata Hjálma er nú fáanleg á síðunni Gogoyoko.com. Nýtt í Skífunni! Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is Tónlist Tölvuleikir DVD Allar hljóðversplötur bítlanna í bættum hljómgæðum og í glæsilegum umbúðum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.