Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 77

Fréttablaðið - 12.09.2009, Síða 77
LAUGARDAGUR 12. september 2009 45 Um miðjan september verður opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin tengist opnun Listamesssunnar í Höfn sem hefst um næstu helgi. Í tengslum við hana gefur bókaútgáfan Crymogea af þessu tilefni út bókina Blóma- landið þar sem sýnd eru öll verk sýningarinn- ar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundur ritar burð- arritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi lista- sögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, list- fræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, og ritar hún inngang að bókinni sem er hönn- uð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð. Bókin er „lífræn“ í umfangi og stærð, nánast engar blaðsíður hennar eru jafn stórar, í henni eru fjórar stórar „útfellur“ (fold-outs) og handbundin saman með þræði. Það er prentsmiðjan Prentmet sem prentaði bókina og batt hana inn. Þær Hildigunnur og Snæfríð hafa áður hannað bók um verk Eggerts sem kom út í tilefni af yfirlitssýningu hans á Kjarvals- stöðum árið 2007 og bókina Flora Islandica, safn teikninga Eggerts af íslenskum háplönt- um, sem Crymogea gaf út 2008. Fyrir hönnun þeirrar bókar hlutu þær verðlaun í flokki grafískr- ar hönnunar fyrir prentmiðla í árlegri sam- keppni FÍT og silfurverðlaun í flokki bóka og bæklinga í samkeppni evrópskra hönnuða, Art Directors Club of Europe, í Barcelona í júní 2009. Sýningin á verkum Eggerts í Nordatlantens Brygge stendur frá 17. september 2009 til 3. janúar 2010. Öll verkin eru olíumálverk og unnin á síðustu tveimur árum. Fyrir verk sín hefur Eggert öðlast ýmsar viðurkenn- ingar, til dæmis silfurverðlaun Carn- egie Art Award árið 2006 og unnið sér sess sem einn kunnasti og dáðasti samtímalistamaður Íslendinga. Bókin er á þremur tungumálum: íslensku, dönsku og ensku. Kim Lemb- eck þýddi textana á dönsku og Anna Yates á ensku. Bókin er til sölu í bóka- búðum á Íslandi og í Danmörku og fæst einnig hjá útgefanda, Crymogeu, í verslun forlagsins að Barónsstíg 27. - pbb Eggert á Íslandsbryggju MYNDLIST Eggert Pétursson sýnir í Höfn um komandi helgi. Fyrirtækið Geneva Free Ports & Warehouses Ltd, hefur um langt árabil starfað sem tollvöru- geymsla þar í borg sem sérhæfði sig í geymslu listaverka. Húsnæði þess var undanskilið tollafgreiðslu og þangað mátti flytja og geyma listaverk sem voru á ferð í önnur heimshorn. Í maí lokaði ríkis- stjórnin í Sviss þessari aðstöðu þannig að nú er ekki lengur skjól í miðri Evrópu til að geyma verð- mæti án tollafgreiðslu. Markaður- inn lætur ekki að sér hæða og eru þegar komin svipuð fyrirtæki á kreik í Asíu samkvæmt fréttum á Artprice. Það voru einkum uppboðshús, gallerí og safnarar sem notfærðu sér aðstöðuna í Sviss. Þar hafa yfirvöld nú hert reglur svo skrá verður góssið, verðmæti, hvaðan það kom og hvert það fari. Er það gert til að torvelda flutning milli landa á þýfi, bæði frá stríðshrjáð- um löndum og líka úr grafar- ránum og stuldi á forngripum. Alþjóðleg skrá um týnda listmuni fylgist náið með gripum sem hverfa með skrám sínum. Þegar eru áætlanir um að opna svona tollfrí svæði víðar en í Asíu: þannig ætla Frakkar að opna slíkt svæði á eyjunni The Art Loss Reg- ister, á database Seguin í París og þar má geyma listaverk svo fram- arlega þau eigi ekki að fara út úr löndum Evrópusambandsins. Er litið á þetta í listaheiminum sem örvæntingarfulla tilraun til að styrkja löngu horfna stöðu Frakk- lands sem forysturíkis í listum og listaverkasöfnun. Þannig tapaði Frakkland þriðja sæti sínu sem mesta listaverkaþjóð heims til Kína 2007. Asíumarkaður í lista- verkasölu er stöðugt að stækka. Nú ætla yfirvöld í Singapúr að stofna frísvæði til geymslu á list- munum í lok þessa árs. Svæði sem þessi eru yfirleitt notuð til geymslu á listmunum með vafa- saman uppruna og óljósan feril og líklega ólöglega eigendur. - pbb Falið þýfi MYNDLIST Ópi Munchs var stolið en það komst aldrei á þýfimarkaði. Fjórða hljómplata Hjálma, IV, er nú fáanleg á síðunni Gogoy- oko.com. Platan kemur í verslan- ir þann 21. september en þangað til verður eingöngu hægt að kaupa hana á stafrænu formi á síðunni. Einnig verða allar eldri plötur Hjálma (Hljóðlega af stað, Hjálmar og Ferðasót) seldar á 4,50 evrur hver, eða um 800 krón- ur. IV var tekin upp í Hljóðrita í Hafnarfirði og í Tuff Gong og Harry J Studio á Jamaíku í vor. Á Jamaíku fékk hljómsveitin til liðs við sig ýmsa þaulreynda inn- fædda tónlistarmenn sem setja sitt mark á lopapeysureggíið sem Hjálmar eru þekktir fyrir. Hjálmar á Gogoyoko HJÁLMAR Fjórða plata Hjálma er nú fáanleg á síðunni Gogoyoko.com. Nýtt í Skífunni! Laugavegi · Kringlunni www.skifan.is Tónlist Tölvuleikir DVD Allar hljóðversplötur bítlanna í bættum hljómgæðum og í glæsilegum umbúðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.