Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N
7
eyða peningum í nærsveitarmann-
inn, sem hann stakk til bana. En
þekti hann ekki Dordei? Vissi hann
að hún mundi aldrei þýðast tugthús-
lim? Og ættingjar hennar höfðu
verið ráðahagnum svo mótfallnir, að
það Iá við að hann yrði að taka hana
með valdi......
Það lá við að langborðið dytti um
koll, svo hranalega stóð hann upp.
— Hann verður að fara að vakna,
sagði hann og skeytti ekki um þó að
Dordei segði: — Hann var steinupp-
gefinn. Hann hrinti upp hurðinni.
Ókunni maðurinn stóð rjett fyrir
innan dyrnar og horfði á þann sem
inn kom.
— Komdu hjerna fram! sagði Er-
lingur. — Þú getur verið lágvær, er
það ekki.
Varningsmaðurinn steig yfirþrösk-
uldinn. Hann hafði fengið það sem
hann þarfnaðist, sagði hann. Og nú
yrði hann að reyna að komast lengra
áleiðis áður en náttaði. En Erlingur
rak hann að borðinu. Ljós var kveikt
og Dordei bar fram drykk.
Erlingur var mjög skrafhreifinn,
og drakk drjúgum. Og hann ögraði
gestinum, sem fór hægar i sakirnar.
Sá sem hefði getað boðið fjallinu
byrginn mætti ekki verða hræddur
við það, sem dalurinn hefði að bjóða.
Og gesturinn varð að játa, að
drykkurinn var góður .... Erling-
ur var höfðingi, Dordei sat líka í
stofunni. Löngunin til að fara út i
svartnættið minkaði. Illmælin um
Erling á Strönd voru víst ekki sönn.
Engin ástæða til að haga sjer eins
og gunga. Og hann gat sagt frá hvern-
ig verslunin liafði gengið vestur i
fjörðum .... Það varð að hafa gort
og gifuryrði á takteinum til þess að
hamla upp á móti Erlingi.
En Erlingur spurði þá, hvort hann
þyrði að vera á ferð hjer i dalnum
með svona mikla peninga á sjer. Hjer
væru margir, sem ekki horfðu í eitt
mannslif, ef þeir hefðu nægilegt upp
úr því .... Þá þagði gesturinn for-
viða. Ekki hafði hann nefnt, að hann
hefði mikla pcninga á sjer. En Er-
lingur mundi vera að gera að gamni
sinu! Þessvegna svaraði hann: Hann
hefði þó þorað að koma að Strönd!
Og svo skellihló hann.
Erlingur hló kaldranalega: — Já,
jeg sje að þú ert ofurhugi.
Svo hljóðnaði samtalið en þvi
meira var drukkið. En varningsmað-
urinn tók eftir, að Erlingur átti bágt
með að horfa beint í augun á hon-
um. Honum varð órótt. En liugsunin
var orðin þokukend og hann álti
bágt með að halda þræðinum ....
og augunum var orðin ofraun að
horfa beint og hvast.
En eftir þvi sem á leið skaut þeirri
hugsun æ oftar upp i Dordei, að bet-
ur hefði l'arið, að gesturinn hefði
verið farinn áður en Erlingur kom.
.... Ilún var aldrei örugg þegar
hann var eins drukkinn og i kvöld.
Og gesturinn var ekki vel að manni
.... Hún gekk að borðinu. Erlingur
leit illúðlega til' hennar. Hún mint-
ist rándýrsins við stofudyrnar i
kvöld .... hún hörfaði til baka ....
Þegar Erlingur lagði sitt undir hvað
eins og núna, þá vildi hann helst
ekki hafa hana nærri sjer .... En
nú töluðu þeir saman. Voru þeir ekki
að tala um peninga?
Hún leit út um gluggann: Það er
svarta myrkur úti. Illfært að rekja
götu, sagði hún og lók öndina á lofti.
Erlingur hló: — Það væri rjettast,
að þú byðir gestinum að vera í nótt.
En gesturinn stóð upp, bak við
borðið. Hann rataði jafnt á degi og
nóttu, sagði hann og bar sig manna-
lega. Og ekki þyngdi skreppan hann
niður.
— Þú gætir hitt þá, sem hjeldu að
þú værir ekki tómhentur á ferð,
sagði Erlingur.
Þeir töluðu fram og aftur um þetta
í spaugi. Erlingur lofaði, að hann
skyldi flytja hann ókeypis daginn
eftir. Og varningsinaðurinn ljet und-
an. En það var ekki fyr en seint, að
þeir fóru í bólin sín.
Erlingur sofnaði fljótt enda var
hann drukkinn mjög.
En Dordei kom ekki dúr á auga.
Hún starði út í myrkrið og hlustaði.
.... Næturniður niðar frá ánni.uglu-
væl ofan úr skógi. Og fótatak dýrs
með klær úti á hlaðinu. Það njeri
sjer upp að veggnum, skreið upp á
svalirnar og þefaði af dyrastöfunum.
Og við hliðina á henni bylti Erling-
ur sjer eins og hann dreymdi illa,
lypti upp hendinni og barði ....
Hjartaslögin urðu harðari og harð-
ari og hún tók andköf. Hún svitnaði.
Já, Erlingur vildi gestinum ilt ..
Ljót tíðindi mundu gerast ef hann
fylgdi honum á morgun. Því að pen-
ingarnir, sem gesturinn átti, mundu
geta bjargað Erlingi undan tugthús-
vistinni. Hann gat varist afleiðing-
um óbótaverksins, með nýju óbóta-
verki! Enginn hafði sjeð gestinn
koma að Strönd, enginn gæti borið
vitni, þó hann findist dauður í ánni
eða skóginum . Vinnufólkið þorði
ekki annað en þegja. Og mundi hún
bera vitni móti manninum sínum?
.... Erlingur hafði tekið hana með
valdi forðum. Og nú var hún hans.
Þau voru bæði undir sömu syndina
seld. Og ef hún þegði þá forðaði hún
honum frá hegningu og þeim báðum
við skömminni! .... En ef hún berði
á herbergisdyrnar þarna og segði:
— Farðu, flýttu þjer, farðu! Á þann
hátt gæti hún forðað gestinum frá
tjóni. En átti hún að vinna á móti
bónda sinum? Og ef hann vaknaði?
.... Mannsmorð hlyti að verða úr
þvi. En var eitt mannslíf nokkuð í
samanburði við smánina, sem vofði
yfir þeim? .... Hún settist upp o*1
sat lengi, og þó að hún vissi að það
væri kalt i stofunni þá bogaði af
henni svitinn. Angistin knúði tárin
fram í augun á henni. Og nú var að
liða að þeim degi, sem mennirnir
hafa til þess að minnast hans, sem
boðaði frið á jiirð! Hún þrýsti sam-
an höndunum. í Guðs nafni. Og Mar-
íu meyjar! Ef hún bjargaði gestinum
nú, mundi hún þá ekki um leið
bjarga Erlingi frá þvi illa, sem vofði
yfir? .... Tvö líf! En hún sjálf, hún
sjálf? Átti maður ekki að taka hið
illn á sig til að frelsa aðra?
Hún lirökk við. Því það heyrðist í
liurðarlás og liún heyrði læðst um
gólfið. .. . .Nei, enginn hafði munað
að læsa dyrunum út að svölunum.
Guði sje lof, að gesturinn hafði vakn-
að af svefni þrátt fyrir drykkjuna.
Hún heyrði orð hvísluð í myrkrinu.
. . Var þáð Dorei, eða hvað sagði
hann? Hurðin laukst aftur. Nóttin
andaði hreinu Iofti til hennar. Kyrð-
in var eins og niður. En úti heyrðist
úlfur væla....... Grundin dunaði
undir ungum fótuin. .. Ó, nú var
manninum hennar engrar undan-
komu auðið. En átti hún sök á því?
Erlingur sneri sjer og talaði óráð.
— Það er svartnætti, sagði hún titr-
andi.
Hann sofnaði aftur. Hún lá glað-
vakandi þangað til birti af degi.
.. Þegar Erlingur vaknaði var
lcomin hábjartur dagur. Honum leið
illa og hafði enga matarlysl, og varð
að fá sjer brennivín og nýtt öl.
En hann mælti ekki orð. Og Dor-
dei hafði heldur ekkert að segja.
Svo stóð hann upp og gekk beint
að herbergisdyrunum. Leit svo til
dyranna út á svalirnar. Sneri sjer
Tyrkneskar No. 11, 25, 21.
Egypskar No. 16, 14, 28.
Virginia Nr. 70, 17.
Imperial Preference Virginia.
Russian Blend.
Fðst f 10 stykkjp, 20 stykkja, 25 stykkja og
100 stykkja pðkkum.
(á DnifV § Safnið Islensku ljósmyndunum sem fylgja
flöWULL.r] með ABDULLA No. 70, 20 stykkja.
„ÓBDUfLA
‘0
VIRGINIA
ABDULLA verða Jólaclgaretturnar.
Heildsölubirgðir hjá
O. Johnson & Kaaber.
ABDULLA