Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 4
4
F A L K I N N
Jónas gamli formaður var
þögull og ábúðarmikill eins og
aðsígandi óveður á leiðinni til
lands. Hann stóð sjálfur við stýr-
ið á fleytunni enda þótt sjórinn
væri sljettur eins og spegill.
Veðráttan var óvenjulega blíð,
eftir því sem gerðist um það leyti
árs, því þetta var sem sje sjálf-
an aðfangadagsmorgunn. Alheið-
ur Iiiminn og hafið eins og stöðu-
pollur. Og skamt undan var
ströndin, hvít og fögur. Merki-
legt hvað óveðrið liafði lægt
fljótt! Nóttina fyrir hafði nefni-
lega verið ofsa bál, aflandsrok
með hrið og frosti. Að vísu hafði
þetta ekki staðið nema örfáa
Ídukkutíma, — en annað eins
veður! Alveg eins og helt væri
j-fir mann úr fötu; Jónas gamli
bölvaði í hvert sinn sem hann
mintist á það. —
Mestur hluti áhafnarinnar lá
og svaf undir þiljum; aðeins
tveir hásetar sátu á lúunni og
reyktu. Þeir skröfuðu saman í
hljóði og gutu öðru hverju auga
til inannsins við stýrið. — Und-
arlega snúinn og önugur gamli
maðurinn var í dag, og þó hafði
alt gengið svo vel. Maður skyldi
ekki halda, að honum þætti vænt
um að koma heim með drekk-
hlaðinn bátinn og án þess að
hafa mist svo mikið sem alin af
netum i ofsanum í gær. Það var
vist, að ekki höfðu allir sloppið
svo vel!
En það mundi vera hyggilegast
að spyrja ckki um ástæðuna, þeg-
ar Jónas gamli var í þessum ham.
Hann var stundum með þessa
dutlunga, hornhölgdin sú. Og
gömlum og veðurbörnum sjó-
manni fyrirgefst mikið, þegar
hann er aflasæll og sanngjarn við
skipshöfnina. Því að formann
eins og Jónas gamla var ekki
hægt að finna í hverri verstöð;
— og lengi mátti leita að jafn
aflasælum manni!
Jónas formaður einblíndi til
lapds. — Þarna innfrá, milli
tveggja hvitu hnúkanna í suðri,
var Knararvík, heimilið hans.
Bara að ekkert hafi nú orð-
ið að heima! Hann hafði ekki
haft ró í sínum beinum eitt
augnablik, síðan hann slapp
svona vel frá óveðrinu i gær. —
Að hugsa sjer að hafa ekki einu
sinni mist svo mikið sem kaðal-
spotta eða netstúf! Mikil hörm-
ung, því líkt og annað eins. Hann
hafði beinlínis dokað við, þegar
Iiann var að taka upp netin, til
þess að gefa sjónum betra tæki-
færi. — Þó ekki hefði nema gat
komið á netin og þeir mist svo-
lítið af öllum þessum fiski, þá
gæti hann verið rólegur núna. En
ónei. — Netin og fiskurinn var
alt með kyrrum kjörum innan
borðs, og báturinn var hlaðinn
svo að skolaðist við þiljur.
Samfeld hepni alt haustið! —
Hvort hann hafði ástæðu til að
vera órólegur! — Og ekkert ó-
happ heldur i sumar sem leið!
Jónas gamli þreif til tóbaks-
illúðlega og smáblótaði. — Aldrei
var hægt að treysta þvi. Og allra
sist þegar það var svona sljett og
kyrt.
Aldrei var maður öruggur fyr-
ir sjónum, ónei. Hann tók mest
frá þeim, er hann gaf mest. Eins-
konar rjettlæti var nú samt í öllu
því sem það gerði, satt var það.
— Hefði bara netið rifnað í gær!
Það hefði orðið nokkur hundruð
króna skaði, það hefði hann get-
að sloppið með, hver veit hvað
lengi. Því hvað sem annars mátti
segja um sjóinn, þá var nú sam-
viska i honum samt; hann hafði
margfalda reynslu fyrir því. ■—
Það var ekki hægt að segja ann-
dósanna og tók rösklega í nefið.
Hann gerðist æ þungbrýnni. —
Hvað var nú að hreiflinum? Gat
ekki strákurinn látið hann ganga
skrykkjalaust. Báturinn hreyfist
varla!
— Gvendur!
— Já, kva’ va’ þa’, formaður?
— Geturðu ekki borið almenni-
lega á vjelina, strákur?
— Jú, jeg makaði hana alla
áðan, var svarað syfjulegum
rómi úr vjelhýsinu. Jónas ræskti
sig stutt og hrækti.
Hafið var bjart og gljáandi
i austri, vestri og norðri. Eins og
eitthvað væri í brugggerð hjá því,
fanst Jónasi. Hánn liorfði á það
að, en að sjórinn borgaði aftur
það sem liann tæki — upp á
sinn máta.
Til dæmis þegar besta vjelbát-
inn hans sleit upp eina óveðurs-
nóttina og sjórinn braut hann í
spón í Knararvíkurfjöru.—Hann
varð undir eins að hleypa sjer í
skuldir til þess að eignast nýjan
bát. En svo komu líka þrjú mok-
fiskiár í röð, svo að liann gat
baéði borgað bátinn og svolítið
meira.
Jú, sjórinn var rjettlátur. Hann
gaf mikið og var oft örlátur. —-
Og þá var nú í rauninni ekki
nema eðlilegt, að hann heimtaði
stundum fórnir fyrir alt sem
hann gaf.
Jónas var altaf vanur að fiska
svo vel fyrsta kastið eftir að hann
varð fyrir óhappi. — En aldrei
hafði hann orðið var við eins
mikið af fiski og síld í sjónum
eins og árið eftir að elsti sonur
hans druknaði.
Ójá, það var raunalegt að
minnast þess. Hann var aðeins
fjórtán ára drengurinn, og allur
með hugann við sjóinn. Skömmu
áður hafði hann fengið nýja
skektu, sem hann var vanur að
sigla á víkinni og fyrir utan þeg-
ar byr var hæfilegur.
Jónas var sjálfur á sjó þegar
þetta bar við. Það var einmitt
bjartan morgunn eins og núna
og stinningskaldi á austan. Hann
var að koma að, með bátinn full-
an af síld. — Hafði verið bráð-
heppinn lengi. — Þegar hann
lagðist að bryggjunni voru þeir
að koma með likið á milli sín.
En í þetta sinn var eins og
sjónum findist hann hafa tekið
of mikið. Alt það sumar og næsta
sumar var Jónas svo ótrúlega
heppinn. Hann hlóð bátinn sinn
í næstum því hvert einasta skifti
þó aðrir fengi ekki bein úr sjó.
— Þetta var uppgangstími fyrir
hann á allar lundir og loksins
liafði hann að kalla mátti fyrir-
gefið sjónum. — Maður fjekk
ekkert ókeypis hjer i veröldinni
hvórt sem var.
Alt sem hann átti, átti hann
sjónum að þakka. — Og það var
gott að vera ekki öreigi. — Hann
fyrir sitt leyti þurfti ekki mikils
með; en það var drengurinn, sem
hann átti eftir. Hann var allur í
bókunum og þessari mentun og
þvilíku. — Átti að verða stúdent,
sem kallað var, næsta ár. Og var
nú lieima í jólaleyfinu.
— Drengurinn —! Jónas for-
maður hrökk í kút við tilhugs-
unina. — Vitanlega var það við-
víkjandi drengnum — þetta sem
hafði komið fyrir. Því að eitt-
hvað var það. Það fann hann
svo vel á sjer. — Ef drengurinn
hefði nú tekið skektuna og farið
að sigla — og kollsiglt sig! Ein-
mitt svo hafði farið með þann
eldri. Og alveg eins og nú hafði
hann fundið á sjer þá, að eitthvað
hafði komið fyrir.
— Gvendur!
— Já, kva’ va’ þa’, formaður?
— Berðu á vjelina, í heitasta!
Ef sjórinn hefði nú tekið þenn-
an drenginn frá honum líka, þá
gat hann eins vel tekið alt saman
og hann sjálfan líka! Jónas gamli
gaut hatramlegum augum undan
þungum brúnunum út á spegil-
fagran og friðsamlegan hafflöt-
inn. Og þetta á sjálfan aðfanga-
daginn! Aldrei hafði hann trúað
annari eins illmensku umsjóinn!
Hvað hann mundi vel forðum
daga, þegar litli snáðinn kom á
móti honum í fjöruna. Þá ldjóp
liann altaf beint í fangið á lion-
um og reif í skeggið á honum og
notaði liann fyrir reiðhest.. og
hvernig hann hló og öskraði af