Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 40
4U
F A L K I N N
DóiiiWrk|ae
í NiðarósL
Á síðastliðnu sumri hjeldu Norð-
menn hátíð mikla i minningu þess,
að liðin voru 900 ár frá falli Olafs
konungs Haraldssonar. En eins og
kunnugt er hefir þessi konungur náð
hærra tignarsæti í sögu Noregs en
nokkur annar og orðið frægasti dýr-
lingur Norðurlanda, fyr og siðar.
Plann er „konungur Norðmanna
eilíflega“. ’
Menn þeklcja af frásögn Snorra
viðburði þá, sem gerðust eftir fall
Ólafs konungs á Stiklastöðum. Þjóð-
in vaknaði við vondan draum og sá,
að hún hafði verið sjálfri sjer verst,
er hún hafði vegið konung sinn, er
— hvað sem annars mátti um hann
segja — hafði reynt að koma á fót
innlendri alríkisstjórn. Kraftaverka-
sögur fóru að berast út; á melnum
við Nið, þar sem Ólafur hafði verið
jarðsettur nokkrum nóttum eftir
dauða sinn, spratt upp vatnslind og
fengu sjúkir t>ar bót meina sinna og
um alt land mynduðust sögur af
jarteiknum þeim, sem gerðust. Sjald-
an hefir heil þjóð tekið snöggari
sinnaskiftum en Norðmenn þá. Þeg-
ai Óiafur fjell þorðu vinir hans ekki
annað en leyna legstað hans af
hræðslu við að Sveinn konungur
Iínútsson, og höfðingjar þeir, sem
honum fylgdu, mundu brenna líkið
eða flytja það á haf út. En veturinn
eftir, var það grafið í Klemensar-
kirkju i Niðarósi, með fullu sam-
þykki konungs; þá kirkju hafði
byggja látið Ólafur Tryggvason. En
níu nóttum síðar var líkið grafið
upp, kistan vafin í „pell og purpura“
og sett yfir háaltarið en Ólafur kon-
ungur dæmdur sannheilagur maður.
Þetta gerðist 12 mánuðum eftir fall
hans, eða 3. ágúst 1031.
Við lindina, sem upp hafði komið,
þar sem Ólafur hafði legið um vet-
urinn var reist bænahús og stóð alt-
árið yfir lindinni. En í Saurhlíð,
þar sem líkið hafði verið falið nótt-
ina áður en það var grafið ljet Magn-
ús góði Ólafsson byggja konungs-
garð og vandaða kirkju til minn-
ingar um föður sinn. Kirkju þessa
fullgerði Haraldur harðráði um 1050
og var skrin Ólafs flutt þangað. En
engar menjar sjást framar eftir þessa
fyrstu Ólafskirkju, enda hefir hún
sennilega verið úr timbri. Kirkjan
var bygð af nýju á sama stað á 12.
öld en brann 1531; fanst undirstaða
hennar árið 1880 þar sem nú er ráð-
húsið í Niðarósi.
Skamt frá bænahúsinu ljet Harald-
ur konungur reisa timburkirkju síð-
ar, er hann helgaði Maríu mey og
mun skrín Ólafs hafa verið flutt
þangað úr Ólafskirkju hinni fyrstu.
En þessi kirkja var rifin og flutt á
burt 1180. Undirstaða þessarar kirkju
fanst og 1880 og þar brunr.ur nær
þriggja álna djúpur með hellu yfir
og telja sumir þetta Ólafsbrunn. —
Á dögum Ólafs kyrra varð föst
skipun gerð á biskupsdæmum i
Noregi. Var þá settur biskup í Osló
fyrir Eiðsifja- og Borgarþing, á Selju
fyrir Gulaþing en fyrir Frostaþing
i Niðarósi, og biskupskirkjur eða
dómkirkjur reistar á þessum stöðum.
Nýja Niðaróskirkjan var fullger fyr-
ir 1093, þar sem bænahúsið hafði
áður staðið. Var kirkjan úr steini
og helguð Ólafi Haraldssyni og alt-
arið talið standa þar, sem gröf Ólafs
afs hafði verið. En frásagnirnar rek-
ast á og verður ekki annað sjeð, en
að Ólafsbrunnarnir hafi verið tveir.
En víst er um það, að þar sem dóm-
kirkja Ólafs kyrra stóð stendur döm-
lcirkjan í Niðarósi enn í dag. Var
kirkjan oftast kölluð Kristskirkja eða
Ólafskirkja og skrín Ólafs flutt þang-
að úr Maríukirkju.
Menn deilir á um, hve stór kirkja
Ólafs helga hafi verið. En núverandi
kirkja er krosskirkja; er þar inst
áttstrendur kór, þá svonefndur lang-
kór, þá þverhús og vestast aðal-
kirkjan eða langhúsið. Líklegt þyk-
ir, að kirkja Ólafs kyrra hafi ekki
verið stærri en sem svarar miðskip-
inu i langkór núverandi kirkju, 42
álna löng, 18 álna breið vestast en
16 álna breið austast. Þverhúsið og
langhúsið er yngra. Það hefir tekist
að sanna, að undirstöður kirkju-
veggjanna eru frá fjórum mismun-
andi tímabilum.
Ólafskirkja kyrra var bygð i róm-
önskum stíl með hálfhringsbogum.
Efnið var grágrýti og telgjusteinn í
veggjum en þak úr timbri. Af þess-
ari kirkju er nú ekkert ofanjarðar,
en grunnmúrarnir fundust 1865—-
’66. Langveggir þeirra eru undir
súlnaröðunum, sem aðgreina mið-
skip frá hliðarskipum núverandi
langkórs.
Árið 1152 kom Nikulás Breke-
speare kardínáli til Noregs. Var þá
erkibiskupsstóll settur í Niðarósi fyr-
ir Noreg, en áður höfðu norskir bisk-
upar og islenskir verið taldir undir
erkibiskupinn í Lundi. í hinu nýja
umdæmi voru tíu biskupsdæmi, þar
af tvö á fslandi og eitt í Færeyjum,
en Hjaltland, Orkneyjar, Suðureyjar
og Mön voru einnig i hinu nýja erki-
biskupsdæmi. Óx vegur Niðarós-
kirkju mjög við þetta, en sjálft var
kirkjuhúsið stórum óálitlegra en hin-
ar nýju biskupakirkjur í Osló, Ber-
gen, Stafangri og Orkneyjum. En
það þótti óviðeigandi að höfuðkirkja
Noregs og hvílustaður Ólafs helga
stæði öðrum kirkjum að baki.
Nikulás kardináli gerði skipun á
tölu klerka við dómkirkjurnar og
um helgisiði. Skyldu prestarnir við
dómkirkjurnar helst vera 12 eða
fleiri, og hver hafa altari fyrir sig í
lcirkjunni og lesa jiar messu. Presta-
samkunda hverrar kirkju var kölluð
capilulum, af því að þeir söfnuð-
ust saman daglega og lásu þá kapi-
tula úr ritningunni. Við hámessu
sátu jieir í röð beggja meginn i
kórnum, þvi voru þeir kallaðir kórs-
bræður, en stundum „kanokar“.
Kórsbræður völdu biskupa og erki-
biskupa og voru ráðunautar þeirra
i kirkjustjórninni.
Þessi breyting olli því, að nú
þurfti kórinn að vera stærri en áður
og ennfremur vantaði rúm handa
öllum nýju ölturunum. Var því ó-
hjákvæmilegt að stækka gömlu dóm-
kirkjuna í Niðarósi. Líklega hefir
kardínálinn skipað fyrir um kirkju-
hygging, en erkibiskup haft fram-
kvæmdir, því að nú var kirkjan
sjálfstæð stofnun orðin, og konung-
um óviðkomandi.
Nýja kirkjan skyldi vera kross-
kirkja. Ólafskirkja kyrra var látin
standa og varð efsti hlutinn í kross-
inum. Þó var vesturgaflinn rifinn til
þess að sameina hinn gamla hluta
þverhúsinu nýja, þvertrjenu í kross-
inum. Á austurvegg þverhússins voru
gerð tvö útskot, kapellur, en á miðju
þverhúsinu stór turn. Vestur úr því
kom svo aðalkirkjan, langhúsið. Há-
altarið og kór gömlu kirkjunnar stóð
óhreift, svo að kórarnir urðu tveir,
hvor inn af öðrum, hákórinn inst
og langkórinn framar. Langhúsinu
nýja var þrískift, i miðskip og tvö
hliðarskip. Var lengdin 52 álnir og
miðskipið 18 álna breitt og þrjár
hæðir, en hliðarskipin 5 álna breið
og ein hæð 8% alin. Þverhúsið var
74 álnir milli gafla og 22 álna breitt,
þrjár hæðir og voru gangar meðfram
veggjunum á 2. og 3. hæð. Norðan
við langhúsið var reist skrúðhús,
27KX9K alin; var þar samkomu-
slaður kórsbræðranna. Skrúðhúsið
og þverhúsið stendur hvorttveggja
enn í dag; hinsvegar eru aðeins til
undirstöðurnar af langhúsveggjunum
og er enda vafa bundið, hvort það
hefir nokkurntíma verið fullgert.
Þessi kirkja var bygð i rómönsk-
um stíl, þeirri tegund hans sem köll-
uð er ensk-norræn. 1 þverhúsinu,
þeim hluta kirkjunnar sem ennþá
slendur gefur að líta stíl þennan,
en nokkuð er hann þó breytilegur
og þykjast menn geta ráðið af því,
að alllengi hefir kirkjan verið í smíð-
um. Sennilega hefir verið byrjað á
kirkjusmíðinni í tíð hins fyrsta erki-
biskups Norðmanna, Jóns Byrgis-
sonar (1152—57) því þegar eftir-
maður hans, Eysteinn Erlendsson
tók við embætti fjórum árum siðar
vigði hann á fyrsta biskupsári sínu
eina kapelluna i þverhúsinu og helg-
aði Jóhannesi skírara Og píslarvott-
unum Vincentius og Silvester.
Kirkjubygging þessi mun þó aðal-
lega vera frá dögum Eysteins (1161
—1188). Hann bygði eins og áður er
sagt þverhúsið í römönskum stíl og
hefir því verið lokið um 1170. En
atvik ollu því, að kirkjubyggingunni
var ekki haldið áfram með sama
sniði. Eftir sigur Sverris konungs á
ílavöllum 1180 fór Eysteinn til Eng-
lands og var þar til 1183; þar sá
hann nýju dómkirkjuna i Kantara-
! ....Ii=if.—......■■■■:. |
MYNDIRNAR:
Á þessari blaðsíðu: Dóm-
kirkjan eins og gert er ráö
fgrir aö hún veröi þegar hún
er fullgerö. Sjest vesturgafl-
inn meö aðaldgrum til hægri
en til vinstri noröurhliö
kirkjunnar meö þverhúsi og
skrúðhúsinu lengst t. v. —
Á nœstu blaðsíðu. Aö ofan
kirkjan eins og hún er nú
sjeö frá norðvestri. Lengst
t. v. sjest átthyrningurinn,
sem kórinn er í en lága hús-
iö í miðju er skrúöhúsið. —
Aö neöan: Langhúsiö, og i
baksýn hákórinn meö hinni
undurfögru bogagrind og
höggmyndum Gustavs Vige-
lands.
I....... ==i m Et==-=-£-. •■•■•d