Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 24

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 24
24 F Á L K I N N vann í öll árin í þarfir fjelags- ins, svo þar er andrúmsloftið gott og íslenskt frá fyrri tíð. Konungsritari hefir umráð yfir samtals fjórum herbergjum, sem eru einkaskrifstofa, annað herbergi, sem aðstoðarmaður hans vinnur í, eitt þvotta og klæðaherhergi og loks geymslu- herbergi fyrir skjöl og annað. Hirðlífið hefir það i för með sjer, að oft og einatt þarf konungs- ritari að skifta um klæðnað, fara í einkennisbúning sinn er hann fer á fund konungsins o. þ. h. Hafa herbergin öll verið dubbuð upp, svo vistlegt er þar mjög og umgangur allur prýðilegur, svo sem vera ber. Hefir konungsrit- ari þarna fastákveðinn skrifstofu- tíma og tekur þar á móti löndum og öðrum, er erindi eiga við hann. Jón Sveinbjörnsson er kvæntur Ebbu Marguerite, dóttur Schier- becks landlæknis, sem Islending- ar lengi munu muna og er hún fædd 19. janúar 1879. Er heim- ili þeirra, á Svanemosegaards- vej 23, hið prýðilegasta, m. a. skreytt mörgum íslenskum mál- verkum. Meðal þeirra er sjerstak- lega eitt listaverk, sem vekur að- dáun gesta, málverk eftir Sigurð Guðmundsson, föður íslenskrar málaralistar, málað í Kaup- mannahöfn 1864. Þau hjónin hafa ált tvö börn, Svövu, er þau mistu upkomnu fyrir nokkrum árum, og Ei’ling, cand. polit. og starfsmann í ráðu- neytinu danska. Á hann son er Kári lieitir. Á sumrin búa- hjón- in í sumarbústað nyrst á Sjálandi og hafa þau nefnt húsið „Landa- kot“. Húsið stendur alveg á sjáv- arbakkanum, þar sem öll Islands- skipin fara fram hjá á leið þeirx-a suður og norður. Er þar dásam- lega fagurt og þykir konungsrit- ara þar gott að vera til ánægju og hvíldar frá liirðstörfunum. Sá sem þetta ritar, veit það með vissu, að Jón Sveinbjörns- son var mjög í vafa um hvort hann ætti að takast á hendur konungsritaraembættið, er það var honum boðið liaustið 1918. Það sem einkennir hann máske hvað mest, er það að honurn finst sjálfum hann aldrei geta gert það sem hann hefir rneð höndum nógu vel. Hann er gæddur meiri sjálfsgagnrýning en alment ger- ist. Hann krefst mikils af öðrum, en alls ekki minna af sjálfum sjer. Það má kallast heppni, að iiann að lokum valdi þann kost- inn að verða við beiðninni um að gerast ritari konungs og ráð- gjafi um Islandsmálin. öllum hlýtur að vera það ljóst hve þýðingarmikið það er að liafa hæfan mann í þessa stöðu. Og eigi livað síst á árununx sem i hönd fara, er búast má við að sambandið milili Danmerkur og íslands verði tekið til nýrrar yf- irvegunar og breytinga að ein- liverju leyti. Enginn efast um það, að Jón Sveinbjörnsson muni þar koma fram sem góður ís- lendingur. Hann er nefnilega, svo sem flestir aðrir góðir landar sem vinna nxeðal framandi þjóða, íslenskari í anda en margur „heima“-landinn, og andrúms- loftið alt íslenskt i kring um hann. Jón Sveinbjörnsson er enn maður á besta aldri og á áreið- anlega eftir að leysa af hendi mikið og þarft starf í þágu lancls og þjóðar. Honum má vera það styrkur í starfinu að vita að sam- landar lians hugsa til hans með hlýjum hug og óska þess, að hans megi sem lengst njóta við í hinu margbrotna starfi, sem hann líklega er best allra landa fallinn til að inna af hendi. Það var þýðingarmikið atriði sem gerðist fyrir tólf árurn, er ísland vap tekið í rikjatölu og nafn íslands tekið upp í titil kon- ungs. Islendingar liafa aldrei átt konungsritara fyr, en þeir hafa átt hirðmenn, sem voru í uppá- haldi hjá konungum fyrir kveð- skap sinn og sagnafróðleik. Nii cru tímarnir breyttir og menn- irnir með. Þess er ekki getið um .Tón Sveinbjörnsson að hann yrki drápur eða flokka, en það á hann sameiginlegt með hirðskáldunum að hann segir konungi tíðindi „utan af íslandi“ og skýrir fyrir lionum innihald laga og tilskip- ana, sem bíða undirskriftar lians. Og eins og gefur að skilja er þetta efni „þurrara“ en innihald lietjukvæðanna forðum, sem að jafnaði voru lofkvæði um kon- unginn sem í lilut átti og skýrðu frá hreystiverkum hans i orust- um og lierferðum. Myndin sýnir setustofu kon- ungsritarahjónanna i Svane- mosegaardsvej. 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.